Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 154
annETTE laSSEn
154
(1928).11 Þeir eru einnig til sem hafa tekið tilvísun myndarinnar til Maríu
Magdalenu sem ábendingu um túlkun og borið Bess saman við hana.12
Ljóst er að Bess á margt sameiginlegt með heilögum meyjum sem fórna
lífinu fyrir trú sína.13 Í píslarsögum heilagra meyja er hluti af niðurlæging-
unni stundum sá að þær eru neyddar til þess að vera naktar. Einnig kemur
þar fyrir að vondur heiðingi sker brjóstin af heilagri Guðs meyju. Þó að
heilagar meyjar eigi oft um tvo kosti að velja (að blóta skurðgoð eða þola
píslir og glata lífinu ella) velja þær sér ekki sjálfar píslardauða sinn, heldur
ræður andstæðingur þeirra og Guðs hvernig hann murkar lífið úr meyj-
unum.14 En þrátt fyrir hræðileg endalok gefa meyjarnar viljugar upp önd
sína. Cecilía útskýrir ástæðu þessa í sinni píslarsögu: „Ef þetta lif eitt væri
ok eigi annat betra, þa mættim ver rettliga hrædaz at tyna þessu; en nu er
annat lif, þat er miklu er betra, þat er alldri endizt. Af þvi hrædumzt ver
eigi at tyna þessu lifi, at ver komumzt eigi til hins, nema ver tynim þessu
adr“.15 En öfugt við píslarsögur heilagra meyja er fórnardauði Bess í
Breaking the Waves sorglegur enda vitum við áhorfendur hversu annt Bess er
um jarðlegt líf sitt með Jan. Dauði hennar og fagnaður hjá Guði er kannski
huggun en hann er engin raunveruleg lausn fyrir nútímaáhorfendur.
Í því samhengi er athyglisvert að Lars von Trier hefur sjálfur bent á að
höfundarlausa ævintýrið „Guldhjerte“ („Gullhjarta“) sé bókmenntaleg
fyrirmynd að Breaking the Waves.16 Sagan fjallar um litla stelpu sem gengur
11 Schepelern, Lars von Triers elementer, bls. 204, 216; sjá einnig Arnfríði Guð-
mundsdóttur, „Female Christ-figures in Films“, bls. 31.
12 Sjá t.d. Makarushka, „Transgressing Goodness in Breaking the Waves“.
13 Dæmin eru mörg, sjá m.a. Agötu sögu (Agathu saga meyiar, Heilagra manna sögur:
Fortællinger og legender om hellige mænd og kvinder efter gamle haandskrifter, útg.
C.R. Unger, Christiania: B.M. Bentzen, 1877, bls. 1–14), Cecilíu sögu (Cecilíu saga
meyiar, Heilagra manna sögur, bls. 276–297), Barböru sögu (Barbare saga, Heilagra
manna sögur, bls. 153–157) og Agnesar sögu (Agnesar saga meyiar, Heilagra manna
sögur, bls. 15–22).
14 Sjá t.d. Agötu sögu, þar sem heiðingi sker brjóstin af meyjunni og veltir henni
á hvössu grjóti áður en hún lætur viljug önd sína í myrkvastofu heiðingjans. Í
Agnesar sögu meyjar er Agnes seld með portkonum til saurlífis uns að því kemur
að heiðingi leggur spjót sitt í brjóst hennar og hún deyr. Í Barböru sögu er Barbara
m.a. barin með vöndum og brjóstin skorin af henni, hún er dregin nakin um
borgina áður en sjálfur faðir hennar heggur hana. Í Cecilíu sögu lætur heiðingi bera
eld að húsi Cecilíu og hún er byrgð þar inni í miklu hitakófi og síðar höggvin.
15 Cecilíu saga, bls. 281.
16 Lars von Trier segir: „Grundlaget for filmen er den her bog fra min barndom,
der hed Guldhjerte, en billedbog om en lille pige, som gik ud i skoven med lidt
krummer i et tørklæde; og på sin vej forærer hun både sin mad og sit tøj væk. Når