Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Qupperneq 157
KYNLÍFSPÍSLIR BESS Í BREAKING THE WAVES
157
hefur kjark og úthald enda á hún eftir að þola mikinn sársauka í höndunum
og þjást á ýmsan annan hátt.20
Hér er málum háttað eins og í Breaking the Waves, aðeins fyrir þjáningu
og píslir getur hin dygðuga kona bjargað ástvinum sínum. Líkt og haf-
meyjunni er Elísu meinað að tala; ef hún mælir orð af vörum munu bræð-
urnir deyja. Elísa hefst strax handa því „hún vildi gjarnan leggja á sig
þessar þjáningar, ef hún gæti bjargað sínum kæru bræðrum“ („gerne vilde
hun lide det, kunde hun frelse de kære Brødre“, bls. 144). En konungs-
sonur sér Elísu og tekur hana með sér til kastala síns þar sem þau giftast.
Þegar hún er búin að nota allar brenninetlurnar frá hellinum verður hún
að safna fleiri í kirkjugarðinum um nóttina. Þessi hegðun er við hæfi norna
enda finnst henni ferðin þangað erfið:
„Ó, hvað er sársaukinn í fingrum mínum í samanburði við þá
kvöl sem hrjáir hjarta mitt!“ hugsaði hún, „ég verð að þora!
Drottinn minn mun ekki svíkja mig!“ Með angist í hjarta, eins
og væri það illvirki, sem hún ætlaði sér, læddist hún út í tungl-
bjarta nóttina [...] að kirkjugarðinum. Þar sá hún [...] viðbjóðs-
legar nornir.21
Elísa er ákveðin enda treystir hún Guði („hendes Villie var fast, som hen-
des Tillid til Vor Herre“, bls. 148). Guð virðist næstum leggja á hana þess-
ar raunir til að sjá hversu langt hún muni ganga í hlýðni og sjálfsfórn fyrir
bræðurna. Hún er fróm en verður að einhverju leyti að hegða sér sem guð-
laus norn. Bess í Breaking the Waves er líka fróm og hún verður einnig að
hegða sér í andstöðu við kröfur kristins samfélags en ekki síst í andstöðu
við ástina og innileikann milli hennar og eiginmannsins – hún verður ekki
útskúfuð norn eins og Elísa heldur útskúfuð mella. Konurnar eiga að því
er virðist að fórna hinu göfugasta sem þær eiga: Elísa frómleika sínum og
Bess stöðu sinni í söfnuðinum og ástinni á Jan.
Ævintýri Andersens og kvikmynd Triers sýna hvernig sjálfsfórn kvenna
leiðir til þess að þær fái umbun hjá Guði. Þetta er líkt og í píslarsögum
20 „Mod og Udholdenhed [...] Vel er Havet blødere end dine fine Hænder og
omformer dog de haarde Sten, men det føler ikke den Smerte, dine Fingre vil føle;
det har intet Hjerte, lider ikke den Angst og Kval, du maa udholde“ (bls. 144).
21 „‘O, hvad er Smerten i mine Fingre mod den Kval, mit Hjerte lider!’ tænkte hun,
‘jeg maa vove det! Vor Herre vil ikke slaa Haanden af mig!’ Med en Hjerteangst,
som var det en ond Gerning, hun havde for, listede hun sig i den maaneklare Nat
[...] hen til Kirkegaarden. Der saa hun [...] hæslige Hekse“ (bls. 147).