Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 177

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 177
MARGKUNNUGAR KONUR OG ÓBORIN BÖRN 177 Niðurstöður Niðurstaða mín er sú að merking orðsins óborinn vísi til þess að móðirin hafi ekki gengið nægilega lengi með barnið undir belti. Hér sé því átt við ófullan meðgöngutíma. Mörg textadæmi styðja þennan skilning, og nefna má orðatiltækið „að bera barn undir belti“ sem til er í öllum norrænum málum og vísar til meðgöngunnar. Þegar konan hefur borið barnið nægi- lega lengi undir belti er eðlilegt að kalla það borið eða fullborið og and- stæðuorðið væri þá ófullborið, sem þekkist jafnt í íslensku sem skyldum málum, eða einfaldlega óborið. Skyldleiki orðsins við fornenska orðið misboren sem þýðir einmitt „fæddur fyrir tímann“ bendir í sömu átt, svo og dönsku orðin misbære, misbaaren og misbyrd. Í fornensku lækningahandriti er talað um umönnun barns sem fæðist fyrir tímann og er það varla tilvilj- un að hin margkunnandi ambátt sem við okkar sögu kemur var einmitt upprunnin frá Bretlandseyjum. Hér gæti því kunnátta ambáttarinnar verið af fornenskum lærdómsrótum runnin. Umönnun fyrirbura og fæðing fyrir tímann er þekkt í fornum fræðum og sögnum manna. Hugmynd mín er sú að orðið óburður gefi upphaflega til kynna fyrirbura en hafi síðar fengið almennari merkingu um veikburða börn og vanskapninga. Ótímaburður sem til er í fornum textum og vísar til fyrirbura, rennir stoðum undir þennan skilning á orðinu óburður enda virðist um sama orðið að ræða. Orðið óborinn er einnig þekkt sem viðurnefni nokkurra einstaklinga og á einum stað er kona nokkur kölluð óborin en á öðrum stað árborin sem styrkir þennan grun verulega. Árborinn er sama og snemmborinn og getur verið notað yfir barn fætt fyrir tímann. Hin margkunnandi ambátt hefur því stundað yfirsetustörf og hlynnt að veikburða barni sem kallað hefur verið óborið vegna þess að móðirin bar það ekki nógu lengi undir belti. Orðið óborinn er líka notað yfir fé sem ekki þótti æskilegt að hafa trú á samkvæmt fornum lögum. Hér skýrist uppruni orðsins enn frekar. Bannið við því að láta óborna féð ómarkað ganga gefur til kynna að hér hafi verið um að ræða fé sem alið var utan hefðbundins sauðburðartíma. Fé sem var borið á fjöllum eða á óvenjulegum árstíma gat í huga fólks verið af yfirnátt- úrulegum stofni. Þekkt er trú manna á huldufé og samlag við annars- heimsskepnur, sem þótti yfirleitt til mikillar hagsældar fyrir fjáreigendur. Slíkt er þekkt í heiðnum trúararfi og lifði fram á 20. öld. En líklegt er að á fyrstu öldum kristni hafi menn viljað kveða slíka forneskju niður. Í þessu samhengi styður orðið þannig þá tilgátu að átt sé við meðgöngutímann.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.