Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 186

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 186
RóbERT H. HaRaldSSon 186 opinberri umræðu. Það er viðbót Meckls. Tilvitnunin er um umburðar- lyndi og takmarkanir þess. Milton heldur því fram að ekki beri að umbera hindurvitni eða þá (pápista) sem sjálfir umbera ekki trú og vilja uppræta trúarbrögðin. Vilji menn lesa eitthvert lögmál úr orðum Miltons virðist það vera eftirfarandi: Upprætum þau hreinræktuðu hindurvitni sem upp- ræta sönn trúarbrögð. Áður en gripið sé til slíkrar hörku telur Milton þó að beita eigi „öllum mildilegum og brjóstgóðum aðferðum [...] til þess að vinna [...] hina veiklyndu og villuráfandi sauði á sitt band“ (126, nmgr. 11). Meckl hefur því furðu veika stoð í textanum máli sínu til stuðnings. Verra er að afstaðan sem hann eignar Milton á grundvelli þess textabrots sem hann tilgreinir gengur þvert gegn meginboðskap Areopagitica. Fyrir því eru margar ástæður. Eitt er að kjarninn í málflutningi Miltons er einmitt sá að ekkert almennt próf eigi að leggja á innihald þess sem prentað er. Höfuðmarkmið ritsins er að sýna fram á að prentmál þurfi hvorki viður- kenningarstimpil páfa né leyfisbréf frá stjórnmálamönnum. Og hér er sannleikurinn ekki undanskilinn. Hann dugir ekki sem almennur mæli- kvarði, meðal annars vegna þess að flestir menn muni hafna því að alger- lega ný sannindi séu sannindi.15 Annað sem skiptir máli hér er að vörn Miltons fyrir prentfrelsi, líkt og vörn Mills tvö hundruð árum síðar, felst að verulegu leyti í því að svara þeim sem vilja takmarka prentfrelsi í þágu sannleiksleitarinnar og annarra háleitra markmiða. Báðir höfundar leitast við að sýna fram á að rangar skoðanir gegni veigamiklu hlutverki í sannleiksleitinni.16 Milton er mikið í mun að sýna fram á að margir fremstu hugsuðir kristindóms hafi umbor- ið og jafnvel vitnað til heiðingja og nýtt sér villukenningar af ýmsu tagi.17 Markmið Miltons er að sýna fram á að hömlur sem settar eru á prentfrelsi hamli um leið sannleiksleitinni. Því beri að vinna gegn slíkum hömlum. Sannleikurinn sé nógu öflugur til að sigrast á ósannindum og villutrú þar sem andrúmsloft frelsis ríkir. „Því að hver veit ekki að Sannleikurinn er 15 John Milton, Areopagitica, ritstj. J.C. Suffolk, London: University Tutorial Press, 1968, bls. 132. 16 Ég held því að sjálfsögðu ekki fram að þessir hugsuðir hafi barist fyrir rétti blaðamanna til að ljúga einhverju upp á tiltekna einstaklinga eða hópa. Ekkert væri fjær lagi. Og til að girða fyrir mögulegan útúrsnúning á málflutningi mínum í þessari grein langar mig að undirstrika að ég tel að krafan um að segja satt, vera nákvæmur og hlutlægur sé æðsta skylda hvers blaðamanns. Ég hef í fyrirlestrum mínum iðulega gagnrýnt að slíkt sannleiksákvæði skuli ekki vera að finna í siðareglum Blaðamannafélags Íslands. 17 John Milton, Areopagitica, bls. 64.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.