Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 188

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 188
RóbERT H. HaRaldSSon 188 setjum rök Hamiltons frá átjándu öld í samhengi við skrif Johns Stuarts Mill á þeirri nítjándu, má segja að hann bendi á takmörkun ekki á sjálfu málfrelsinu heldur á skaðareglunni sem notuð er til að takmarka málfrels- ið. Rök hans útvíkka því málfrelsið en takmarka það ekki. III Þeir baráttumenn málfrelsis á Vesturlöndum sem ræddir hafa verið hér á undan skrifa um frelsi og frelsisbaráttu á allt annan máta en Meckl gerir í grein sinni. Þetta sést best ef við víkjum nánar að orðalagi Meckls. Hann segir að prentfrelsi hafi verið notað „til þess að réttlæta birtingu myndanna“ (124, leturbreyting mín) og segist ætla „að skýra að hvaða leyti hægt [sé] að réttlæta birtingu skopteikninganna með tilvísun til prentfrelsisins sem vestrænnar menningararfleifðar“ (124, leturbreyting mín). En af málflutn- ingi Mills og Miltons má ráða að birtingu efnis í prentmiðlum þarf alls ekki að réttlæta. Það er kjarni mál- og prentfrelsis. Það sem þarf að rétt- læta eru hömlur sem settar eru á prentfrelsið. Milton orðar þessa hugsun afar skýrt í Areopagitica strax árið 1644 þegar hann víkur að prentfrelsinu sem ríkti fyrir tíma spænska rannsóknarréttarins. Í árdaga kristindóms hafi verið tekið jafn fúslega á móti bókum í heiminn og nýfæddum börnum; „það sem heilinn gat af sér hafi ekki verið kæft frekar en það sem kom úr móðurkviði“.19 Í báðum tilvikum hafi einungis þurft sérstaka réttlætingu til að bæla fyrirbærið, ekki til að leyfa það eða taka á móti því. Þessi munur á afstöðu Meckls og frumherjanna til frelsis virðist einkum stafa af tvennu. Annars vegar lítur Meckl svo á, líkt og áður var rakið, að grundvallarréttlæting prentfrelsis geti verið mælikvarði á endimörk þess. Það er því ávallt nærtækt fyrir hann að spyrja hvort tiltekið birt efni, hvort heldur það er teikning eða blaðagrein, þjóni hinu æðra markmiði eða vinni gegn því. Samkvæmt hugmyndum hans verður grundvallarréttlæting frels- is einhvern veginn réttlæting þess sem birt er. Hins vegar tel ég að sam- hengið skýri tilhneigingu Meckls til að spyrja hvort prentfrelsi geti réttlætt birtingu dönsku teikninganna. Hann lítur svo á að Flemming Rose, sem tók ákvörðun um birtingu dönsku teikninganna, og sumir þeirra sem hafa varið þær, hafi, eða segist að minnsta kosti hafa, gert það beinlínis til stuðnings prentfrelsinu og til að sporna gegn sjálfsritskoðun. Í þessu sam- hengi hefur það skýra merkingu að tala um að prentfrelsi geti réttlætt birt- ingu teikninganna, en þá er einungis átt við að barátta fyrir prentfrelsi sé 19 John Milton, Areopagitica, bls. 62.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.