Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 188
RóbERT H. HaRaldSSon
188
setjum rök Hamiltons frá átjándu öld í samhengi við skrif Johns Stuarts
Mill á þeirri nítjándu, má segja að hann bendi á takmörkun ekki á sjálfu
málfrelsinu heldur á skaðareglunni sem notuð er til að takmarka málfrels-
ið. Rök hans útvíkka því málfrelsið en takmarka það ekki.
III
Þeir baráttumenn málfrelsis á Vesturlöndum sem ræddir hafa verið hér á
undan skrifa um frelsi og frelsisbaráttu á allt annan máta en Meckl gerir í
grein sinni. Þetta sést best ef við víkjum nánar að orðalagi Meckls. Hann
segir að prentfrelsi hafi verið notað „til þess að réttlæta birtingu myndanna“
(124, leturbreyting mín) og segist ætla „að skýra að hvaða leyti hægt [sé] að
réttlæta birtingu skopteikninganna með tilvísun til prentfrelsisins sem
vestrænnar menningararfleifðar“ (124, leturbreyting mín). En af málflutn-
ingi Mills og Miltons má ráða að birtingu efnis í prentmiðlum þarf alls
ekki að réttlæta. Það er kjarni mál- og prentfrelsis. Það sem þarf að rétt-
læta eru hömlur sem settar eru á prentfrelsið. Milton orðar þessa hugsun
afar skýrt í Areopagitica strax árið 1644 þegar hann víkur að prentfrelsinu
sem ríkti fyrir tíma spænska rannsóknarréttarins. Í árdaga kristindóms hafi
verið tekið jafn fúslega á móti bókum í heiminn og nýfæddum börnum;
„það sem heilinn gat af sér hafi ekki verið kæft frekar en það sem kom úr
móðurkviði“.19 Í báðum tilvikum hafi einungis þurft sérstaka réttlætingu
til að bæla fyrirbærið, ekki til að leyfa það eða taka á móti því.
Þessi munur á afstöðu Meckls og frumherjanna til frelsis virðist einkum
stafa af tvennu. Annars vegar lítur Meckl svo á, líkt og áður var rakið, að
grundvallarréttlæting prentfrelsis geti verið mælikvarði á endimörk þess.
Það er því ávallt nærtækt fyrir hann að spyrja hvort tiltekið birt efni, hvort
heldur það er teikning eða blaðagrein, þjóni hinu æðra markmiði eða vinni
gegn því. Samkvæmt hugmyndum hans verður grundvallarréttlæting frels-
is einhvern veginn réttlæting þess sem birt er. Hins vegar tel ég að sam-
hengið skýri tilhneigingu Meckls til að spyrja hvort prentfrelsi geti réttlætt
birtingu dönsku teikninganna. Hann lítur svo á að Flemming Rose, sem
tók ákvörðun um birtingu dönsku teikninganna, og sumir þeirra sem hafa
varið þær, hafi, eða segist að minnsta kosti hafa, gert það beinlínis til
stuðnings prentfrelsinu og til að sporna gegn sjálfsritskoðun. Í þessu sam-
hengi hefur það skýra merkingu að tala um að prentfrelsi geti réttlætt birt-
ingu teikninganna, en þá er einungis átt við að barátta fyrir prentfrelsi sé
19 John Milton, Areopagitica, bls. 62.