Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 195

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 195
195 MÁLFRELSI OG DÖNSKU MÚHAMEÐSTEIKNINGARNAR þess að leita sannleikans, heldur til að sýna þann styrk sem væri á bakvið tilteknar skoðanir.42 Erfitt er að finna í Frelsinu stuðning við þær þrjár helstu leiðir sem nefndar eru hér að framan til að amast við birtingu dönsku teikninganna: (i) útvíkkun skaðareglunnar; (ii) bann við gróflega móðgandi umfjöllun; og (iii) bann við skaðlegri tjáningu sem ekki er umræða.43 Líklegast er að höf- undur bókarinnar hefði þvert á móti talið það hættumerki að vilja amast við þessum teikningum. Auðveldlega má tengja þetta umræðuefni höfuð- áhyggjuefni hans sem var tilhneiging manna, einstaklinga og hópa, til að búa til siðalögmál úr eigin tilfinningum. Menn hafi ríka tilhneigingu til að telja það siðlaust og skaðlegt sem veldur þeim sjálfum viðbjóði og hugar- angri, en oft séu það þó málefni sem valda öðrum mönnum engum áhyggj- um.44 Ætli menn að taka tillit til slíkra tilfinninga þegar frelsisskerðing kemur til álita sé úti um frelsi einstaklingsins. Niðurstaða mín er því sú að ekki sé hægt að amast við dönsku teikningunum á grundvelli þeirra við- horfa og lögmála sem útlistuð eru í Frelsinu.45 IV Líkt og svo margir sem ræða um dönsku teikningarnar, víkur Meckl ekki einu orði að raunverulegu inntaki þeirra. Mér virðist að höfuðástæða þess sé sú að hann setur þær ávallt í tiltekið samhengi þar sem engin þörf virðist vera á að spyrja um inntakið. Teikningarnar séu bara eitthvað sem menn grípa til í þeim tilgangi að særa og niðurlægja, eða „draga upp dökka mynd 42 John Stuart Mill, Collected Works of John Stuart Mill, 28. bindi, ritstj. J.M. Robson og Bruce L. Kinzer, Toronto: University of Toronto Press, 1988, bls. 216−217. 43 Það væri hins vegar hvorki í samræmi við frelsishugsjónir Mills né heilbrigða skynsemi að útiloka þessar leiðir fyrirfram. Skoða verður hvert tilvik fyrir sig. 44 Sjá John Stuart Mill, Frelsið, bls. 51 og 152 o.áfr. 45 Þótt rýmið leyfi ekki langa umfjöllun um efnið myndi ég vilja segja hið sama um aðra forkólfa frelsisbaráttu á Vesturlöndum sem ræddir eru hér að framan. Ég leyfi mér í því samhengi t.d. að vitna til eftirfarandi ummæla James Mill: „Við höfum komist að eftirfarandi mikilvægu niðurstöðum, – mönnum er engin stoð í því að leyfa einhverjum öðrum að velja skoðanir sínar, það eru ekki til nein auðkenni sem nota má til að skera úr um það fyrirfram hvaða skoðanir séu sannar og hverjar ósannar, það verður því að ríkja sama frelsi til að tjá allar skoðanir, bæði sannar og ósannar; og þegar allar skoðanir, sannar eða ósannar, eru tjáðar, má gera ráð fyrir að samþykki meirihlutans, þegar hagsmunir hans mæla ekki til um annað, falli í skaut hinum sönnu skoðunum.“ James Mill, „Liberty of the Press“, 1825 (1823), http://files.libertyfund.org/files/1762/0888_Bk.pdf, bls. 23 (sótt 15. maí 2009).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.