Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 197
197
MÁLFRELSI OG DÖNSKU MÚHAMEÐSTEIKNINGARNAR
teikningarnar tjá hugsun vekja þær hugsun. Þær vekja mann raunar til
umhugsunar um marga ólíka fleti á þessu viðkvæma samtímamáli. Í öðru
lagi gera margir teiknararnir sér far um að sýna trúuðum nærgætni og
virðingu. Nefna má ýmislegt þessu til stuðnings en ég læt tvennt nægja.
Annars vegar er athyglisvert að sumir teiknararnir leitast við að teikna ekki
mynd af spámanninum þótt hann sé viðfangsefnið og hins vegar má benda
á að enginn þeirra afskræmir ásjónu hans eða limaburð en slíkt er daglegt
brauð í niðurlægjandi teikningum. Auðvitað mætti reyna að færa rök fyrir
því að teiknurunum hafi mistekist að sýna trúuðum virðingu, að þeir hafi
ekki skilið menningarheiminn eða -heimana sem þeir að endingu tala til.
En ekki er auðvelt að rökstyðja þá skoðun að þessar myndir séu teiknaðar
í þeim illa tilgangi að vekja hatur. Aðeins þrjár af þessum teikningum virð-
ast koma til álita vilji menn reyna að halda öðru fram, og sé nánar að gætt,
er það einkum ein teikning sem gæti fallið í þann flokk. Það er teikning
Kurts Westergaard sem sýnir sprengju ofan á túrban spámannsins. Óþarfi
er að benda á að andstæðingar teikninganna hafa einkum haldið þessari
teikningu á lofti, hún hefur orðið samnefnari allra teikninganna. En þetta
er bara ein af tólf teikningum og auk þess virðist henni iðulega lýst á rang-
an máta. Sagt er að hún sýni spámanninn með túrban sem búinn sé til úr
sprengju. Hið rétta er að sprengja virðist hafa fallið ofan á túrban spá-
mannsins; athyglin virðist dregin að því hvernig ofbeldisverk eru tengd
spámanninum en þar á milli séu ekki eðlistengsl.47 Í þriðja lagi einkennir
sjálfshæðni og sjálfsgagnrýni teikningarnar, því þær gera ekki síst grín að
Dönum og menningarritstjóra Jyllands-Posten. Lars Refn teiknar mynd af
nemanda í Valby-skólanum (7. bekk A) sem heitir Múhameð en sá bendir
með kennarapriki á arabískt letur á skólatöflunni þar sem segir, eftir því
sem ég kemst næst: „Blaðamenn Jyllands-Posten eru afturhaldssamir æsing-
armenn“. Mynd Arne Sørensen sýnir teiknara sem svitnar yfir Múham eð s-
teikningu sinni og reynir að skýla myndinni með vinstri hendi. Mynd
Franz Füchsel sýnir mann (Múhameð?) sem biður aðvífandi hermenn,
annar hefur brugðið sverð, hinn heldur á sprengju, að slaka nú aðeins á,
þetta sé bara teikning eftir suður-jóskan trúleysingja. Mynd Bobs Kat-
zenelson er af Kåre Bluitgen með túrban og ofan í túrbaninn hefur fallið
appelsína en á hana er skrifað „PR-STUNT“. Appelsína í túrban getur
47 Gagnrýni Westergaards á trúarbrögð hófst ekki með þessari teikningu. Hann hefur
t.d. líka teiknað mynd sem sýnir Krist labba burt frá krossinum með skjalatösku í
hendi eftir að hafa hengt upp skilti um að hann muni koma aftur næsta sunnudag
á messutíma.