Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 14
SKAGFIRÐINGABÓK
Verður hér á eftir nokkuð minnzt athafna hans til lands og
sjávar, og hyggst eg að skýra frá þeim svo satt og rétt, sem eg
veit frekast og glöggast.
Bóndinn
Þau Helga Gunnlaugsdóttir, móðir Einars Baldvins,
og Sveinn Sveinsson maður hennar, stjúpi Einars, voru talin rík
á þeirra tíðar vísu, bæði að jarðagóssi og lausum aurum. Hafði
Sveinn erft talsvert eftir foreldra sína, og Helga hafði erft mikið eft-
ir föður sinn og Guðmund bónda sinn. Þegar skipti fóru fram eftir
Guðmund, eignaðist Einar Baldvin allmikil efni í jarðagóssi o.fl.
Fékk hann þá hálflenduna í Hraunum með Hrúthúsum, auk
fleiri jarða. En hinn helming Hrauna ánafnaði Sveinn, stjúpi hans,
honum eftir sinn dag, og var hann þá búinn að eignast alla jörð-
ina. Mátti hann því teljast vel efnum búinn strax frá æsku.
Þegar Einar Baldvin giftist Kristínu konu sinni 1863, fór hann
að búa á Hraunum. Fyrstu 4 árin bjó hann á móti Jóni Jónatans-
syni, síðar bónda á Höfða á Höfðaströnd, og 2—3 árin næsm
á móti Jóni stúdent Jónssyni, síðar presti á Stað á Reykjanesi. Eftir
það bjó hann einn saman á Hraunum. Hafði hann ætíð talsvert
stórt bú; margar kýr, eftir því sem þá tíðkaðist og margt sauð-
fjár, bæði ær, gemlinga og sauði. Og jafnvel þótt bú hans gengi
talsvert saman eftir 1879, þegar Kristín kona hans dó, þá hafði
hann ætíð stærsta bú í Fljótum á meðan hann bjó.
Ekki var Einar Baldvin mikill umbótamaður, þar sem til jarð-
ræktar kom, enda var þá og engin jarðabótaöld komin í al-
gleyming, né heldur vélatækni nútímans; var aðeins að byrja.
Um það mun og nokkuru* hafa valdið ýmisleg störf, er hann
hafði á hendi, svo sem smíðar, sjávarútvegur o.fl., o.fl. Þó lét
hann hlaða túngarð að nokkurum hluta túnsins og slétta lítinn
blett í túninu. Þá lét hann og plægja stóran kartöflugarð á
* Ætíð ritað svo í handriti.
12