Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 79
VEGALAGNING í BLÖNDUHLÍÐ
í krúsinni, og voru þar nokkrir menn með haka, járnkarla og skófl-
ur að losa og moka möl upp í kerruna á meðan Jón var með hina
kerruna með mölinni að losa ofan í veginn, en stutt var að
keyra. Oftast var mölin tekin á melnum, sem vegarspottarnir
voru lagðir eftir þetta sumar.
Seint um sumarið keyptu vegagerðarmennirnir fullorðinn hrút
upp úr skinni af föður mínum. Var soðin súpa með kjötinu úr
bankabyggsmjöli næstu daga og þeim færð í tjöldin ásamt blóð-
mör og lyfrarpylsu. Þótti þeim þá vera miklir veizludagar, þó
engar kartöflur væru með, en þær voru aðeins ræktaðar á sum-
um bæjum á þeim dögum.
Oðru sinni pöntuðu, mig minnir þrír eða fjórir vegagerðar-
menn sælgætisdrykk hjá móður minni. Var ákveðið, að þeir kæmu
heim til hennar vissan sunnudag til að gæða sér á honum. Drykk-
urinn hét sauðaþykkni: flóuð var síðsumarsmjólk úr kvíaánum
(fráfæruánum), sem var þá orðin þykkri en fyrr á sumrinu. Þeg-
ar gestirnir voru komnir, flóaði móðir mín mjólkina og bar þeim
í stórri könnu, ásamt molasykri, strásykur þekktist þá ekki,
smákökum og öðru kaffibrauði, en hún átti eldavél með bakara-
ofni. Drukku þeir marga bolla og rómuðu mjög veitingarnar. Einn-
ig komu þeir stundum til að fá sætt sauðaskyr og rjóma út á,
en hann mun hafa verið úr kúamjólk.
Sauðamjólkin var jafnan flóuð, þar sem þrifnaður var við
hafður, áður en hún var notuð, því hún vildi stundum óhreink-
ast, þegar ærnar voru mjólkaðar.
Kvíarnar voru aflangar, opnar réttir, hlaðnar úr torfi og grjóti,
eða aðeins öðru þessara efna. Þær voru hafðar svo breiðar, að
mjaltakona eða -konurnar gætu athafnað sig við mjaltirnar á
miðju gólfinu, þegar ærnar höfðu raðað sér hlið við hlið
meðfram veggjunum með hausana að vegg. Þannig voru þær
vandar á að standa meðan á mjöltum stóð, en konan húkti með
fötu sína aftan við hverja á meðan hún mjólkaði. Kom þá
stundum fyrir, að ofan í fötuna datt sparð eða jafnvel hlanddreit-
ill. Spörðin voru strax hrifsuð upp úr fötunni, en hitt var ekki
77