Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 29
EINAR BALDVIN GUÐMUNDSSON Á HRAUNUM
Friðþjófi þurfti hann ekki að borga nema 54 kr., fyrir jafn
langan tíma og þó engu síðri aðbúð að öllu leyti. Um 7. október
kom hann til Moss, og 13. sama mánaðar fór hann til Vallö á
skipi og svo þaðan gangandi til Túnsþergs. Síðan fór hann til
Stafangurs, og mun hann hafa dvalið þar nokkura daga. 12.
nóvember er hann kominn til Björgvinar og frá Alasundi skrifar
hann 28. desember. Þar og þar í grenndinni mun hann svo hafa
dvalið um lengri tíma. Frá Kaupmannahöfn skrifar hann svo
síðasta bréf sitt 30. janúar 1879.
Frá Kaupmannahöfn brá Einar sér til Altona á Þýzkalandi til að
hitta frænda sinn og nafna, Einar, son Baldvins Einarssonar.
I Altona mun hann hafa dvalið um hálfsmánaðartíma.
Fór hann svo aftur til Kaupmannahafnar og þaðan heimleið-
is, 1. marz 1879, með póstgufuskipinu.
„Kom skipið til Reykjavíkur 20. mars; og 7—8 daga var
hann á leiðinni frá Reykjavík og heim“ — segir í Norðanfara
18. árg., bls. 36.
Oll bera þessi ferðabréf Einars vott um alveg sérstaka at-
hugunargáfu á öllum sviðum, hvort heldur litið er á sjávar-
útveg, eða landbúnað, eða þá ýmiskonar vélarmenningu þess
tíma í Noregi, eða þá ýmsa siði og hætti norsku þjóðarinnar.
Telur hann Norðmenn standa framarlega í menningarlegu til-
liti, ekki sízt alla sjávarútgerð og hirðingu fiskifangs. Hælir
hann Norðmönnum fyrir staka gestrisni og alúð og velvild
til Islendinga. Urðu margir Norðmenn vinir hans í þessari
ferð og skiptust bréfum á við hann lengi síðan.
Síldveiðar
Þegar Einar kom frá Noregi var farið að gefa síldinni
auga við strendur Islands. Hann hafði kynnzt því í Noregi,
hvernig Norðmenn fóru að veiða síldina í landnet, svonefnda
27