Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 85
SKOPRÍMA GÖMUL
hefur verið krotað: Þorsteinn Arason. Sönnun fyrir því að þar er
átt við höfund þeirra en ekki rímunnar liggur í augum uppi, sé
gluggað í þessa formannavísnaflokka alla þrjá. Og maðurinn er
ekki Þorsteinn Arason prests á Tjörn í Svarfaðardal, heldur Þor-
steinn Arason sem bjó að Höfða á Höfðaströnd 1798—1836, en
áður eitt ár á Arnarstöðum í Sléttuhlíð, dáinn 1839. Hann var
gildur merkisbóndi og aflasæl sjókempa1. I formannavísum Kol-
beins Bjarnasonar er ort um Þorstein fyrstan allra, í formannavís-
unum næsm á eftir skipar hann einnig fremsta bekk og fær um
sig þrjár vísur. Sést á öllu að Þorsteinn bóndi Arason hefur verið
fyrir öðmm mönnum sem sóttu sjó af Höfðaströnd um þær mund-
ir. Aftur á móti bregður svo við um þriðju formannavísurnar í
þessari uppskrift, þær sem nafnið Þorsteinn Arason stendur undir,
að þar fær hver formaður sinn skammt af lofstöfum nema Þor-
steinn Arason einn. Um hann er kveðið:
Á Höfða Steini hefur einatt líka2-
Ut um langan landahring
læmr ganga skábyrðing.
Hákarlinn ei honum sinnir parið.
Ur lýsugrund fær lítið veitt,
líka smndum ekki neitt.
Sú ,lítillækkun‘ sem felst í þessum bögum tekur af skarið
um, að þær eru eftir Þorstein sjálfan — og þá um leið síðusm
formannavísurnar í heild. Sjálfhælni hefði farið illa í munni hans,
en á hinn bóginn móðgun við Höfðabóndann, ef einhver annar
kvað um hann á þessa lund í vísnaflokki þar sem borinn var
hróður á hvern mann að hefðbundnum hætti. Til þess nú að um-
1 Sjá um hann t.d. Sögu frá Skagfirðingum II, Rvk 1977, bls. 15 og 78.
- Þ.e. jafningja.
83