Skagfirðingabók - 01.01.1980, Side 176
SKAGFIRÐINGABÓK
Þverá, byrjaði þar búskap og bjó þar alla sína tíð og stundum
stórbúi, einkum framan af. Nú var hann hættur búskap og synir
hans teknir við jörðinni. Stefán var einstaklega vinsæll og vel lát-
inn maður.
Af slysförum fórst í sumar Sigurður Jónasson frá Alfgeirsvöll-
um. Kom hann vestan af Blönduós, en nálægt Bólstaðarhlíð
keyrði bílstjóri sá, er flutti hann, út af veginum. Hljóp þá Sigurð-
ur út úr bílnum, en í því hvolfdi honum alveg, og varð hann
undir honum og beið bana samstundis. Bílstjórinn stórslasaðist
líka. Sigurður heitinn var ungur maður, en bráðduglegur, eins og
hann átti kyn til, og talinn ágætis drengur af þeim, sem þekkm
hann bezt.
Þá fórust einnig fjórir menn af Bæjarklettum í sjóróðri. Gerði
á þá ofsaveður.* Var fleiri bátum orðið hætt, hrakti þá langar
leiðir, áður en þeim var bjargað eða þeir náðu landi. I þessu ofsa-
veðri, sem var fyrripart vetrar, fórst einnig bátur af Siglufirði.
Hér eru ýmsir farnir að reyna nýjar leiðir í búskapnum. T. d.
eru menn farnir að stunda refaeldi, bæði með innlenda og silfur-
refi. Eitt slíkt refabú var reist á Reynistað í haust. Má vera, að
slíkt verði arðvænlegt, er stundir líða. Aður voru komin slík bú
á Sauðárkróki og Hólum í Hjaltadal.
Skozkur hrútur var á Hólum síðastliðinn vetur, og var lógað
um 50 kynblendingum undan honum í haust á Sauðárkróki. Ekki
voru þeir þyngri en sæmilegir dilkar hér, enda margir af þeim
tvílembingar. En er út kom, líkaði kjötið af þeim vel, svo vel
má vera, að þetta verði framtíðarmál. Þyngsti kroppurinn var
23 kg. Einnig var flutt inn síðastliðið sumar Karakúlfé. Voru það 5
ær og tveir hrútar. Er það allt á Hólum. Hrútana á að hafa til kyn-
* Slysið varð 2. desember.
Þeir sem fórust voru:
Jónas Jónsson, Móhúsi.
Jóhannes Jóhannesson, Vatnsenda.
Jóhann Eggertsson
og Eggert sonur hans, Ósi.
174