Skagfirðingabók - 01.01.1980, Side 180
SKAGFIRÐINGABÓK
Þar tók brimið burtu fiskihús, er þeir ártu með 160 fiskpökkum
tilbúnum til útflutnings. Mun það tjón tæplega innan við 4 þús-
und krónur. I Haganesvík stórskemmdust hús og vörur kaup-
félagsins þar. Einnig var sagt, að brimið hefði sópað burtu um 70
saltkjötstunnum, en eitthvað mun þó hafa náðst af þeim afmr.
Skemmdir urðu töluverðar á Sauðárkróki, en þó ekki eins miklar
og búast mátti við, eftir því sem þær urðu annars staðar norðan-
lands. Kringum Eyjafjörð allan urðu stórskemmdir, sérstaklega á
Siglufirði. Annars var álitið fyrst, að tjónið yfir allt Norðurland
mundi jafnvel skipta milljónum króna, en við rannsókn mun það
þó ekki hafa orðið eins tilfinnanlegt og menn bjuggust við í
fyrstu.
Aldrei hefir verið jafnmikið og almennt um fóðurbætiskaup
héðan úr sýslu sem í haust. Skiptir það vafalaust tugum þúsunda
króna, sem bændur hafa keypt, því heyin hafa ekki hálft fóður-
gildi við það, sem er venjulega. Er það mest síldarmjöl og lýsi,
sem keypt hefir verið, og er það þó bót í máli, að það er hvort
tveggja innlend framleiðsla, svo ekki fer féð út ur landinu, sem
lagt hefir verið fram í þessu skyni. Margir eru samt hræddir við
veturinn, sérstaklega seinni partinn, og búast þá við hafís og harð-
indum, enda segja þeir þá ekkert annað illt eftir af náttúrunnar
hendi, sem hún geti látið dynja yfir Norðlendinga, þegar upp er
talið; fyrst vorharðindi, jarðskjálfti, einstæður óþurrkur yfir sum-
arið, hroðalegt áfelli í sláttarlok og að síðustu aftaka hríðargang-
ur, sem olli milljónatjóni á Norðurlandi. Minnir þetta helzt á
Egyptalandsmenn til forna með allar plágurnar.
Annars má geta þess, að allan desembermánuð hefir verið hér
ágætistíð og t. d. í dag (nýársdag) er hæg hláka og snjólaust
með öllu, nema efst til fjalla. Beit er því ágæt, sérstaklega fyrir
hrossin, því grasið fór grænt undir fönnina í haust.
Töluvert var unnið að vegalagningu í sumar í héraðinu, bæði
af ríki og sýslu, og nú á að fara að leggja veg yfir Siglufjarðar-
skarð, líklega á næsta sumri. Hafa Siglfirðingar gefið fleiri hundr-
uð dagsverk til vegarins og unnu í haust af hinum mesta dugnaði
178