Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 22
SKAGFIRÐINGABÓK
Að húsið á Hraunum hafi verið rambyggt, og úr góðum efni-
við, má nokkuð marka af því, að það stendur enn þann dag í
dag, lítið sem ekkert snarað og vonum minna fúið, og þó í snjóa-
og votviðraplássi. Hefir það þó litlar umbæmr fengið, nema á
það hefir verið sett járnþak, og nokkurir gluggar verið endurnýjað-
ir. Eins og auðvitað er, endurnýjaði Einar öll útihús á jörðunni,
og sum oftar en einu sinni, og eina hlöðu byggði hann, fjóshlöðu.
Fiskiveiðar og sjómennska
Annar aðalþátturinn í búskap Einars Baldvins Guð-
mundssonar var sjómennska og fiskveiðar.
Mun hann hafa stundað sjómennsku frá æskudögum, enda var
hann afbragðsgóður sjómaður, eftir sögn samtíðarmanna hans.
Átti hann vetrarskip allan sinn búskapartíma og var ýmist, á
fyrri búskaparárum sínum, sjálfur með skipið, eða fékk aðra
formenn til að fara með það í hákarlalegurnar; en á seinni árum
fékk hann ætíð formenn fyrir skipið.
Yenjulega var farið í hákarlalegurnar með tunglkomustraumn-
um, ef þá gaf, en annars síðar á tunglinu.
Einu sinni hlekktist hákarlaskipinu á, svo að mér sé kunnugt.
Fórst það alveg með allri áhöfn. Segir svo frá þessu í Norðan-
fara, 2. árg. 1863, bls. 7:
„12. Janúar var almennt róið til hákarls af Siglunesi, úr Siglu-
firði, frá Dölum og úr Fljótum; en Miðvikudaginn þann 14- brast
á norðvestanveður og síðan útnorðan. •— Fórust þá 2 skip úr Fljót-
um með 14 mönnum. Formenn voru Jóhannes Sigurðsson frá Hrút-
húsum og Þorlákur Þorláksson frá Lambanesreykjum, báðir gift-
ir menn“.*
* Með Hraunaskipinu fórust:
Þorlákur Þorláksson, g. bóndi, Lambanesreykjum, 28 ára.
Þorvaldur Sölvason, óg. vinnum., Lambanesreykjum, 23 ára.
20