Skagfirðingabók - 01.01.1980, Qupperneq 170
SKAGFIRÐINGABÓK
tindunum. Sólin blessuð kom fram undan Silfrastaðafjallinu og
var nú ekki hærra á lofti en það, að hún rétt hóf sig yfir fjöllin
í suðri, er hún gekk fyrir héraðið og á bak við Mælifellshnjúkinn.
En þó þetta tæki hana ekki nema klukkutíma, þá var aðdáan-
legt hvað héraðið gat breytzt við sólskinið. Af því geislarnir voru
svo lágir varð þetta allt öðruvísi en venjulega. Þeir máluðu fjöllin
og Eylendið allt purpurarautt. Varparnir voru ennþá grænir víða,
og flárnar og kílarnir hér neðra skúðgrænt eins og á vorin. Og
horfa svo niður að Vötnunum, er silfurblikandi liðuðu sig eftir
Eylendinu til sjávar, skaralaus eins og á sumardaginn. Hvílík dýrð.
Eg held eg verði ekki svo gamall, að eg muni ekki eftir þessum
degi, svo mikil áhrif hafði útsýnið og veðurblíðan á mig, og þess
vegna vildi ég bregða þessari mynd upp og gefa hana með mér.
Og einmitt sömu dagana, eða rétt fyrir jólin, hermdi útvarpið fá-
dæma kulda suður í álfunni, t. d. allt að 30 stigum á celsius
suður í „Tyrkirýinu“, eins og Daníel heitinn í Mikley var vanur
að orða það.
Eg minntist á hér að framan, að spretta hefði verið óvenju-
mikil síðastliðið sumar. Mér væri næst að halda, að aldrei í manna
minnum hefði verið eins mikið töðufall í Skagafrði og í
sumar. Þegar eg var innan við fermingu, heyrði eg einu sinni
Hjaltdæling spurðan um, hve mikið hefði verið af túninu á Hól-
um það árið. Hann kvað það hafa verið 700 hesta. Eg man, hvað
mér blöskraði. En þá var mér sagt, að þetta væri langstærsta
túnið í allri sýslunni. En til samanburðar get eg sagt, að nú í
sumar fengust yfir 700 hestar af töðu á 5 bæjum hér í Blöndu-
hlíðinni og margir með 3—4—5 hundruð hesta, og þannig mun
vera í mörgum fleiri hreppum. Af Hólatúninu fengust nú 2400
hestar. Þó munar hitt meira, að öll þessi aukning er rennislétt og
véltæk, enda er nú heyvinnuvélum sem óðast að fjölga á heimil-
unum; svo þó fólkið sé miklu færra en áður, þá afkastar það
miklu meira, þar sem vélarnar og hestaflið er notað.
Þessi hlýja tíð og úrfelli, sem alltaf var í vor og sumar, orsak-
aði mikla vatnavexti. Það mátti heita svo, að Héraðsvötnin væru
168