Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 92
SKAGFIRÐINGABÓK
Hart mig kremur hryggðar-viðja,
hörmungin því brjóstið sker.
Ég get ei nema gráta og biðja
guð og menn til hjálpar mér.
Þau orð færu sjálfsagt vel sem yfirskrift allrar búskaparsögu þessa
óðarsmiðs.
Fleira en eitt og fleira en tvennt olli nöturlegri fátækt Eyjólfs
í Rein. Tímarnir sem hann lifði allt frá bernsku til elli voru ein-
hverjir þeir svörtustu sem lagðir höfðu verið á þjóðina frá upp-
hafi; hungurdauði mannfólks, sandvor, fjársýki, móðusumar, bólu-
sótt, hafísar; siglingaleysi og vöruþurrð. Engu var líkara en djöf-
ull og dauði tvímenntu byggð úr byggð áratugum saman. Ymsir
hörkumenn að dugnaði og veraldarviti stóðu samt furðanlega af
sér þessa óáran alla, efnuðust jafnvel, en tíðum vegna bjargarleys-
is annarra, þar eð svo fáir, að tiltölu, voru nú um hituna. Eyjólf-
ur í Rein stóð ekki í flokki þessara harðfengu veraldarhyggju-
manna, hann var „dugnaðarhægur“ skráir einn Rípurpresta, og
átti í því samleið með mörgu skáldinu fyrr og síðar. Ofan á þetta
bættist, að ekki var sældarbrauð að amla á kotbýli sem Rein,
enda þótt tímarnir hefðu verið þolanlegri; af túnsvuntunni feng-
ust tvö kýrfóður, engi afmr á móti töluvert „í tjörnum og þar um
kring“, en „úthagi mikið þröngur og léttur um holt og sund“
segir í sóknarlýsingu 1840. Enn er að nefna, að Eyjólfur hafði
ekki báða fætur jafn langa, hvort sem það nú stafaði af meiðsl-
um á yngri árum ellegar hann fæddist bagaður á fæti. Það má
mikið vera, ef heltin hefur ekki hamlað honum „í stríði lífs
stunda“.
Allar þær aðstæður sem nú hafa verið greindar, átm vafalítið
þátt í örbirgð Eyjólfs Pémrssonar. Sigurður Jónsson hreppstjóri
í Krossanesi, sá harðjaxl, límr þó ekki til þeirra í bréfi sem hann
ritar Espólín sýslumanni 14. janúar 1818. Þar segir hann hug
sinn um búskap „ómennsku manna“ eins og hann kallar þá sem
90