Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 32
SKAGFIRÐINGABÓK
unarhúsið, sem hann hafði reist á Hraunum, flutti hann á sleð-
um til Haganesvíkur.
I Haganesvík hélt hann síðan verzluninni áfram fyrir hönd
Gránufélagsins, frá aldamótunum, þangað til hann dó. Var það
og mest fyrir forgöngu Einars, að höfn* var löggilt í Haganesvík.
Eg geng að því sem gefnu, að á meðan Einar átti verzlunina
sjálfur, hafi hann haft sæmilegan hag af henni, því að annars
hefði hann ekki haldið henni áfram svona lengi.
Þessi þáttur í starfsemi Einars var vel ræmdur í sveitinni,
og jafnvel þótt stundum yrði dálítill meiningamunur á milli
hans og viðskiptamannanna — hjá slíku verður aldrei kom-
izt — þá virtu menn hann og þökkuðu honum þessa starfsemi
yfirleitt. Hann hafði oftast nægar vörur og fannst Fljótamönnum
ærinn munur að sækja vörur til Hrauna og Haganesvíkur, ell-
egar að þurfa eftir þeim til Hofsóss eða Siglufjarðar.
Opinber störf
a) INNSVEITIS
Einar var hreppstjóri um langt skeið í Holtshreppi, og sömu-
leiðis oddviti sveitarstjórnar. Sinnti hann þeim störfum með
alúð og samvizkusemi, eins og öðrum störfum sínum. Var þó,
sérstaklega á árunum 1880—1890 ekki vandalaust að stjórna
hreppsmálunum, þar sem þá steðjaði að á Norðurlandi allskonar
óáran af hafís og harðindum, mislingum og mörgu fleiru. En
aldrei heyrði eg annað en að Einari hefði farizt prýðilega að
stýra hreppsskúmnni í gegnum alla þá boða, er á þeim ámm
risu og skullu á. Þessum störfum hætti Einar, þegar Holtshreppi
var skipt í tvö hreppsfélög 1898—-1899-
Sáttanefndarmaður var Einar fyrir Barðsprestakall í mörg ár,
ásamt sóknarprestinum og fékk lof allra hlutaðeigandi aðila fyrir
frammistöðu sína á því sviði.
* Hér mun átt við verzlunarstað — árið 1897 (sbr. Stjórnartíðindi).
30