Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 45
EINAR BALDVIN GUÐMUNDSSON Á HRAUNUM
Afkomendur
Þau Einar og fyrsta kona hans lifðu saman í ástríku hjóna-
bandi í nær því 16 ár, eins og áður er á vikið. Hún dó 1879.
Norðanfari, 18. ágúst 1879, bls. 88, skýrir svo frá þessu: „2.
Seftember kl. 4 e.h. kom til Akureyrar strandferðaskipið „Diana“,
foringi Caroe, sem hafði farið frá Reykjavík 28. f.m. „Diana“ flutti
hingað frá Reykjavík lík húsfrúar Kristínar frá Hraunum í Fljót-
um, og var þá kominn til Akureyrar Einar Guðmundsson með
5 menn á skipi til að flytja líkið sjóveg vestur að Hraunum (12
vikur sjávar). Húsfrú Kristín hafði verið veik af meinlætum en
var að kalla albata af þeim, fyrir aðgjörðir Jónassens læknis; en
þá varð hún gagntekin af lungnabólgu, er leiddi hana til bana
9. ágúst, 37 ára gamla, og lét hún eftir sig 8 börn á lífi, öll
nema eitt innan við fermingaraldur. Hún var af þeim, er til
þekktu, talin meðal hinna ágætustu kvenna hér á landi“. Munu
þessi síðustu ummæli vera í alla staði réttmæt.
Með Kristínu átti Einar 9 börn: Guðmund, Olöfu, Jórunni, Pál,
Jórunni, Jón, Svein, Helgu og Bessa.
I) Guðmundur Einarsson, f. 15. 1. 1865, d. 25. 12. 1907; kvænt-
ur Jóhönnu Stefánsdóttur Einarssonar og Ingveldar Jónsdótmr
prófasts Hallssonar í Glaumbæ. Guðmundur fór á Möðru-
vallaskólann haustið 1880 og útskrifaðist þaðan vorið 1882.
Eftir það var hann heima á Hraunum um hríð, en varð síðan
verzlunarmaður á Sauðárkróki hjá Stefáni Jónssyni verzlun-
arstjóra Gránufélagsins, og síðan hjá Christian Popp kaup-
manni. Síðar var hann verzlunarstjóri í Hofsósi hjá Popp og
var það í nokkur ár, eða þangað til hann varð verzlunarstjóri
Gránufélagsins á Siglufirði, og það var hann þangað til
hann dó. Börn þeirra Guðmundar og Jóhönnu: Kristín Ingveld-
ur, Stefán Jóhann, Jórunn og Einar Baldvin.
43