Skagfirðingabók - 01.01.1980, Síða 156
SKAGFIRÐINGABÓK
Þegar gangnamenn komu í tjaldstað á Hrossaengi, urðu fagn-
aðarfundir. Ingibergur kom með þeim, heill á húfi, og sagði
hann frá á þessa leið: A leiðinni vestur frá Eyfirðingahólum urðu
gangnamenn að bíða eftir þeim, sem fóru upp fyrir Sátu, því
það eru miklu lengstar göngur. Ingibergur var einn af þeim sem
biðu; hallaði sér út af og sofnaði. Þegar hann reis upp aft-
ur, sá hann engan mann. Þeir voru á bak og burt, og Ingibergur
vissi ekki hvert halda skyldi, því hann hafði aldrei komið á þess-
ar slóðir áður. Hann snerist þarna um nokkurt svæði, en þegar
rökkva tók, settist hann að, batt hestana og bjó um sig, svo sem
hægt var. Þegar hann vaknaði í birtingu, voru hestarnir farnir.
Þeir höfðu losnað um nóttina. Veður var þá bjart og Ingibergur
lagði af stað gangandi, hafði réttar áttir og hitti gangnamenn
nálægt Bláfelli. Hestarnir fundust norðast í Bláfellsdragi. Þeir
höfðu haft réttar áttir, eins og Ingibergur, og haldið í norður.
Áratugum síðar fundu gangnamenn náttstað Ingibergs, ein-
hvers staðar upp undir Sátu. Þar voru reiðingur, hnakkur og
annað, sem tímans tönn hafði ekki breytt í frumefni.
Það var komið langt fram á kvöld, þegar leitarmenn, Frið-
björn og líklega Pétur, komu í tjaldstað, síðastir af öllum. Astæð-
an var sú, að þeir fundu 17 kindur í Bláfellshólum, sem höfðu
orðið eftir daginn áður, 8 ær með lömbum og eina vemrgamla.
Er æði löng dagleið að reka kindur frá Bláfellshólum norður á
Hrossaengi.
Það mátti segja, að útilega Ingibergs endaði vel, en Pétur
gangnastjóri hafði um fleira að hugsa þetta kvöld. Það voru hrút-
arnir kræktir saman. Hann fór á staðinn með þrjá menn með sér:
Jón Daníelsson, sem hafði fundið þessar hart leiknu skepnur,
Vilhelm í Litladal og Jóel Jónsson bónda á Hömrum. Pétur
sá ekki annað ráð fyrir hendi en skera hrútana. Síðan var haft
eftir honum: „Jóel skar en eg hélt fótunum." Og þannig var
það. Þeir Jón og Pétur héldu fótunum, annar framfótum en hinn
afturfótum. Annar hrúturinn var frá Daufá, "mikið skemmdur,
en hinn var frá Völlum, lítið eða ekki skemmdur. Ekki voru nein
154