Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 126
SKAGFIRÐINGABOK
Elínborg Björnsdóttir, f. 1886 á BergsstöSum í Svartárdal, A.-
Hún., d. 1942. Gagnfræðingur frá Akureyri 1906. Fór á kennara-
námskeið 1910 og var heimiliskennari í Akrahreppi veturna 1906
—18. Elínborg hóf búskap í Kýrholti 1915 og bjó þar til dauða-
dags.
Gísli S. Björnsson, f. 1871 á Sleitustöðum, d. 1937. Hann var
búfræðingur frá Hólum. Smndaði búnaðarstörf á sumrum en
barnakennslu á vetrum. Bóndi á Stóru-Okrum og síðar á Vöglum.
Kenndi 1893-94 og 1895-96, skv. skólahaldsskýrslu.
Gísli Gottskálksson, f. 1900 á Bakka í Hólmi, d. 1960. Hann
var gagnfræðingur frá Akureyri 1919. Kennarapróf tók hann
1934. Gísli kenndi í Akrahreppi frá 1927 til æviloka. Bóndi í
Sólheimagerði. Gísli var mikill félagsmálamaður og starfaði mikið
á því sviði fyrir heimasveit sína.1
Gísli Magnússosn, f. 1893 á Frostastöðum. Gagnfræðingur frá
M.R. 1910. Búfræðingur frá Hólum 1911. Námsdvöl í Noregi
og Bretlandi á árunum 1912-14. Hann kenndi unglingum heima
á Frostastöðum 1915-20. Til er fjöldi blaðagreina eftir Gísla.2
Hann hefur búið í Eyhildarholti frá 1923.
1 Gísli kenndi allar greinar jafnt. Leikfimi, teikningu og handavinnu
var síðar bætt við. I dagbók sinni veturinn 1942—43 segir hann, að
leikfimin sé „einfaldar æfingar en vegna þröngs húsakosts" sé „ekki
hægt að æfa sem skyldi. Einkum fyrir miklum kulda í sal á Okrum“.
Um teiknikennslu segir hann, að börnin teikni eftir fyrirmyndum. Og
um handavinnu segir hann, að efni hafi ekki fengizt, en „sumar stúlk-
ur unnu dálítið heima hjá sér og nokkrir drengir“. (Dagbók kennara í
Akrahreppi 1943. HSk).
2 I endurminningum Hannesar J. Magnússonar Iætur hann þess getið,
er hann var við nám hjá Gísla á Frostastöðum veturinn 1915 ásamt
nokkrum piltum. Þeir voru þar í 8-10 vikur. Aðalnámsgreinar voru
íslenzka, danska, enska og reikningur. Náminu var svo hagað, að þeir
lásu fyrri hluta dagsins, á meðan Gísli var við hirðingu. Á þessum
tíma lærðu þeir ótrúlega mikið, einkum í dönsku og íslenzku, sagði
Hannes.
124