Skagfirðingabók - 01.01.1980, Síða 90
SKAGFIRÐINGABÓK
eftir stutta legu 21. marz 1800 úr „landfarsótt og taki“ eins og
það kallaðist, og var þá átt við lungnabólgu.
Eyjólfur kvongaðist í annað sinn 14. janúar 1802 konu sem
Margrét Bjarnadóttir hét. Hún var fædd á Fjalli í Sléttuhlíð
30. október 1766. Margrét ól bónda sínum fimm börn1, einn
son sem dó kornungur, en fjórar dætur komust upp.
Auk þeirrar stóru barnahjarðar sem nú hefur verið getið, fædd-
ist Eyjólfi óekta sonur þegar hann var heimilismaður í Utanverðu-
nesi, en Drottinn lét hann ekki lifa nema fáa mánuði.
Eftir 1831 hjarði Eyjólfur Pétursson niðursettur í Rein, unz
„slagsýki og elli“ miskunnaði sig yfir hann til fulls, 7. marz 1836
eins og áður segir. Margrét Bjarnadóttir tórði nokkru lengur,
stundum þurfakerling í Rein, smndum annars staðar á bæjum.
Hún gaf upp öndina í Ketu í Hegranesi 26. maí 1841.
Frá Eyjólfi Péturssyni og konum hans báðum er margt manna
komið, þótt sum barnanna ykju ekki kyn sitt.
í bændavísum 1814, eftir Magnús Magnússon í Garði í Hegra-
nesi, getur að lesa:
Óðarsmiður ágætur
er í Rein, sá heitir
örvaviður Eyjólfur,
ei hann styður peningur.
Síðasta lína þessarar umsagnar var dagsönn, og þó svo dýpra
hefði verið tekið í árinni, því Eyjólfur Pémrsson var níðfátækur
maður allan aldur sinn í Rein, oft nefndur í sveitarreikningum
„búandi öreigi“ eða annað því um líkt, gat ekkert goldið og var
þess vegna kominn upp á náð manna og hreppsaðstoð með sig
og sína. I ljóðabréfi sem hann dagsetti 23. október 1800, nokkr-
um mánuðum eftir lát fyrri konu sinnar, stendur þetta:
1 Kirkjubók segir, þegar Margrét deyr, að hún hafi átt 6 börn. Ekki kann
ég skil á sjötta barninu, ef þarna er rétt með farið.
88