Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 76
SKAGFIRÐINGABÓK
Flokkurinn mun hafa komið úr miðjum júlímánuði og dvaldi
hér fram að öðrum göngum, 23. sumarhelgi.
Minnir mig að mennirnir væru 11, en ekki man ég nöfn þeirra
allra. Verkstjórinn hét Daníel Daníelsson. Tveir vegavinnumann-
anna báru alnafn, hém báðir Jón Þorsteinsson. Eg þekkti þá vel
hvorn frá öðrum, þó á svipuðum aldri væru, um tvítugt. Jón keyr-
ari var hár vexti, bjartur yfirlitum, úr Borgarfirði, hinn frekar
lágur vexti, þrekinn og dökkur yfirlitum. Sá fjórði hét Erlendur,
meðalstór roskinn og gæðalegur, fimmti Markús, miðaldra lág-
vaxinn, dökkur, frísklegur og var kallaður kokkur í tjaldinu, sem
ég var kunnastur í. Sjötti hét Frímann, hann var og miðaldra,
nokkuð torkennilegur í andliti, enda sagður drykkjumaður, með-
alstór vexti.
Koma þessara manna hér í nágrennið með allt sitt hafurtask
þótti mikill viðburður í þá daga, að minnsta kosti hjá börnum
og unglingum. Snjóhvít tjöldin minnir mig að væru fimm tals-
ins. Þeir höfðu tvær hestkerrur og ýms áhöld, svo sem skóflur.
Þær þurftu vegagerðarmennirnir að kaupa af vegagerðinni, sem
útvegaði þær, og mun sá háttur hafa verið hafður á, til að menn
færu vægilegar með þær. Auk þess höfðu þeir meðferðis aktygi,
járningaáhöld, þjalir, hverfisteina og sagir, svo og haka og járn-
karla; sem sé einföldustu smíðaáháld.
Einu fríðindin, sem vegavinnumennirnir höfðu, auk dagkaups-
ins, sem var 3 krónur fyrir 10 til 12 klukkustunda vinnu, voru
tjald til að búa í og rúmstæði, slegið saman úr óhefluðum borð-
um.
Tjaldstæðin voru valin á þurrum, slétmm stað, ef fannst, ann-
ars þúfurnar numdar burt, engir segldúkar á gólfunum, eins og
síðar tíðkaðist, en stungnar smárásir kringum hvert tjald svo
yfirborðsvatn rynni ekki á gólfin. Einn maður svaf í hverju rúmi,
en þrjú rúm vom í flestum tjöldunum, eitt fyrir stafni, hin til
hliðanna. Menn fengu sér hey í rúmbotnana undir dýnurnar, ef
þær voru þá nokkrar; kodda, rekkjuvoð og ábreiðu höfðu held
ég allir.
74