Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 162
SKAGFIRÐINGABÓK
segja, að hann sé búinn að gjöra jörð sína gjörsamlega óþekkjan-
lega frá því sem hún var, er hann kom þangað fyrst fyrir rúmum
20 árum. Miklabæjarnesið, sem aldrei brást með gras, og heyið
töðugæft, hefir nú séra Lárus Arnórsson lagt undir plóginn, og
er þar nú komið upp gríðarstórt tún, 30—40 dagsláttur, sem reyn-
ist ágætlega, enda er jarðvegurinn framúrskarandi frjór. Fjölda
margar jarðir mætti telja, sem hafa verið bættar stórkostlega, t. d.
Ytra-Skörðugil, Reynistað, Páfastaði, Ulfsstaði, Mælifell, Víðivelli,
svo aðeins séu nokkrar taldar. Tún er mjög víða búið að girða,
og er það út af fyrir sig til stórfelldra bóta. Einnig eru þau að
smáfærast í þá áttina að verða véltæk og sum þegar orðin það,
og alltaf stækka véltæku blettirnir í þeim.
Þetta hefir ailt hjálpað til að gera heyfenginn betri og fljót-
teknari, enda eru það öll ósköp, sem heyjast hefir hjá sumum
bændum síðastliðið sumar; t. d. á Reynistað um 2700 hestar, og
var þó hætt þar viku fyrir göngur; hjá Jóhannesi í Ytra-Vallholti
yfir 2700 hestar og sömuleiðis í Eyhildarholti, hjá þeim feðgum
Magnúsi og Gísla, sem fyrr voru á Frostastöðum. Þessir hafa allir
stórbú. En allvíða eru heimili, þar sem heyfengur hefir numið frá
1000—1500 hestum, og er það góð tugga, ef hún verkast vel.
Nú mundi þykja ærinn munur á slátrunaraðferðum eða áður
var, þegar allt var skorið heima og skrokkarnir fluttir á klökkum
í kaupstaðinn. Búið er að reisa tvö nýtízku frystihús á Sauðárkróki,
ásamt sláturhúsum. Á Kaupfélag Skagfirðinga annað húsið, en
Sláturfélag Skagfirðinga hitt. Er nú megnið af öllu dilkakjöti flutt
út frosið til Englands, og allt handtérað eftir kúnstarinnar reglum,
svo það gangi sem bezt í Bretann. En þó verðið sé lágt á kjötinu
og mönnum finnist sem þeir hafi lítið upp úr öllu þessu umstangi
með vönduninni, er þó ekki vafi á, að þetta er framtíðarverkunin
á kjötinu, og lágt mundi verðið hafa orðið á því nú, ef allt kjötið
hefði verið saltað, sem selja átti til útflutnings.
Hrossunum fækkar ekki ýkjamikið, og eru þau þó síður en arð-
vænleg við það sem áður var, er þau voru seld á markaði svo
hundruðum skipti héðan úr sýslunni fyrir bezta verð og borgun
160