Skagfirðingabók - 01.01.1980, Síða 189
ANNÁLL ÚR SKAGAFIRÐI
starf. Var það jafnan í frásögur færr, hve hún var fljót í heim-
anbúnaði, er hennar var vitjað til sængurkvenna. Var þá ekki
heiglum hent að fylgja henni eftir, er hún var komin á hest-
bak og sæmilega ríðandi, og ekki óvanalegt, að hún væri kom-
in þangað, sem hún átti að fara, góðri smnd á undan fylgdar-
manninum. Og eitt sinn heyrði eg þess getið, að í einu slíku
ferðalagi hefði gamla konan sundriðið Héraðsvötn, án þess
að hika hið minnsta. Það var venjan hér í sveitinni, ef einhver
veiktist, að þá var Guðrún sótt. Það var eins og hún kynni ráð
við öllu. Þó dapurleiki og sorg ríkti á heimilinu við komu
hennar, var sem það viðraðist allt í burtu, er þessi duglega og
kjarkmikla kona kom í bæinn. Og oft var, að ekki þurfti aðra
læknishjálp en þá, er hún gat í té látið. Eins var hún frábær-
lega nærfærin við skepnur og oft sótt til þeirra og varð þar
oft að liði. Það var aðdáunarvert, hvað hún lagði á sig í þarfir
sveitunga sinna utan heimilis, oftast fyrir lítil laun, þar sem
hún hafði fullan bæ af börnum og sjálfsagt ekki alltaf sem
þægilegastar kringumstæður að vera lengi fjarverandi. En
aldrei var því borið við, er Guðrún var sótt. Ekkert annað en
komast af stað. Mér fannst oft, ef nokkur hefði átt það skilið,
að sveitin gerði hann að heiðursborgara sínum, þá væri það Guð-
rún á Þorleifsstöðum. Aður en hún lét af störfum sínum, héldu
konur sveitarinnar henni heiðurssamsæti og gáfu henni gjafir, og
sýnir það bezt í hvaða þakklætisskuld þær þóttust standa við hana.
Og mörgum úr Blönduhlíð varð tíðförult á sjúkrahúsið til Guðrún-
ar til að spjalla við gömlu konuna, og alltaf var hún hress í máli
og skrafhreifin, hversu sem sjúkdómurinn þjakaði henni.
Það virðast dálítið einkennilegir duttlungar örlaganna, að þessi
kona, sem hjálpaði svo mörgum til heilsu og var sí og æ reiðu-
búin til að létta þjáningar annarra, átti við megna vanheilsu að
stríða innan fjölskyldunnar og missti eftir langvarandi vanheilsu
tvö af börnum sínum á unga aldri; Hólmstein, mesta efnispilt og
Ingveldi, sem margir munu kannast við af bókinni „Bréf frá Ingu“.
En sorg sína og ástvinamissi bar hún sem hetja, enda mun hún
187