Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 97
SKOPRÍMA GÖMUL
messu, þegar gestum var boðið í bæinn upp á trakteringar, en
Eyjólfur skilinn eftir úti:
Orvaþollar inn’ í bæ
á sér kolla skaka,
en eg tebolla aldrei fæ
úr mér hroll að taka1.
Efni hinnar vísunnar er einnig sótt til Rípur, í kirkjusöng þeirr-
ar mætu prestsfrúar Agnesar Bjarnadóttur, sem hafði mikla rödd:
Ekki heyrast orðaskil þá Agnes syngur.
Kjafturinn upp um kvartil gengur,
kemst þar inn um vaxinn drengur2.
Hér dillar sér sama galsafengna spaugið og í Tittlingsrímu. Á
sannast það er Skaga-Pálmi segir, að Eyjólfur Pétursson væri
skemmtinn maður, eins og trúarljóðin sanna að sínu leyti orð hús-
vitjunarbókar að hann væri guðhræddur. Um fróðleik hans, sem á
er vikið í sömu heimild og einnig af Skaga-Pálma, er aftur á móti
örðugra að dæma, af því hans sér hvergi beinan stað lengur, en
ástæðulaust að vefengja að þar sé líka rétt með farið og Eyjólfur
Pétursson í Rein, sá „búandi öreigi“, hafi verið allt í senn fróður
maður, frómur og skemmtinn.
1 Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags, Rvik 1896, bls. 163, í grein
eftir Olaf Sigurðsson í Asi.
2 Sögn Jóns N. Jónassonar á Selnesi. Vísu þessa kunnu fleiri gamlir Skag-
firðingar.
95