Skagfirðingabók - 01.01.1980, Qupperneq 191
ANNÁLL ÚR SKAGAFIRÐI
þá bæri þar að landi. Þegar kom fram á sunnudag, slotaði mesta
veðrinu og fannst þá rekið ýmislegt lauslegt úr öðrum bátnum,
allt á sama stað, skammt fyrir innan kaupstaðinn. Af því drógu
menn þá ályktun, að báturinn myndi hafa sokkið þar skammt
undan, jafnvel á höfninni — með mönnunum — því ekkert rak
annað af honum og ekkert líkið.
A mánudaginn fannst bátur Bjarna rekinn yfir á Austurlandi.
nálægt Brimnesi, og eitt líkið hjá flakinu, en hin þrjú fundust
þar út með sjónum. Voru þrjú þeirra flutt til Sauðárkróks, en
eitt út í Hofsós og jarðað að Hofi. Hin voru jörðuð þann 27.
sama mánaðar á Sauðárkróki, að viðstöddu miklu fjölmenni.
Þeir, sem drukknuðu, voru þessir:
Bjarni Sigurðsson, Sauðárkróki. Lætur eftir sig konu og 4
börn ung.
Magnús Hálfdánarson, s. st., ógiftur.
Asgrímur Guðmundsson, Fagranesi á Reykjaströnd, ógiftur.
Björn Sigmundsson frá Hofsósi, ógiftur.
A hinum bátnum, sem ekki hefir fundizt, voru þessir:
Sigurjón Pétursson, Sauðárkróki, ógiftur.
Sveinn Þorvaldsson, s. st., ógiftur.
Margeir Benediktsson, s. st., ógiftur, en sá fyrir aldraðri fóstru
sinni.
Skömmu fyrir bylinn á laugardaginn lagði maður af stað frá
Sauðárkróki, Helgi Gunnarsson að nafni, til heimilis síns að Fagra-
nesi á Reykjaströnd. Ekki kom hann heim um kvöldið. Var þá
strax farið að leita að honum, er upp birti, en árangurslaust. Hann
hefir ekki fundist enn, þrátt fyrir mikla leit. Hann var gifmr syst-
ur Asgríms, er drukknaði með Bjarna. Hafa þannig 8 menn
farizt hér af völdum óveðursins og ýmsir mjög hætt komnir, en
alls fórust á landinu 25 menn, sem um er vitað, í þessum ham-
förum veðursins.
I lok nóvember vildi það slys til, að maður nokkur, Hermann
Stefánsson að nafni, frá Brekkukoti á Efribyggð, hafði nær því beð-
ið bana á rjúpnaveiðum. Fór hann snemma af stað um morgun-
189