Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 178
SKAGFIRÐINGABÓK
mikil í heyinu, og svo var strax komið í sama úrfellið aftur. í
vikunni fyrir göngurnar komu 4 þerridagar, og náðu menn þá
upp miklu af heyjum. En sunnudaginn 16. september var aftur
komin úrhellisrigning, svo enginn gat náð heyinu heim, og á þriðju-
dagskvöldið þann 18. s. m. gerði það óskapa vatnsveður af norðri,
að ekkert, sem á undan var gengið, var sambærilegt við það.
Upp úr því veðri gekk svo í frosthríð og fannkomu. Kom það
sér heldur illa, því þá voru menn um allar sveitir í fjallgöngum.
Er talið víst, að þá hafi fé fennt í stórhópum, og maður varð úti
í þessum byl í Húnavatnssýslunni, og var mildi, að ekki varð
meira manntjón, því margir leitarmanna villtust og voru mjög
hraktir, er þeir náðu til mannabyggða. Þetta áfelli lagði smiðs-
höggið á heyskapinn. Það má vera, að hann hefði þó ekki orðið
jafnhörmulegur, ef hægt hefði verið að ná því heim, sem úti var
um göngur, með þeirri verkun, sem það hafði þá fengið. En nú
var loku fyrir það skotið. Allt það hey, sem þá var úti — og það
skipi fleiri þúsundum hesta í héraðinu — mátti heita, að yrði
hálf- og sumt alónýtt. Voru menn að koma þessu heim allt haust-
ið og dæmi til, að því var ekki lokið fyrr en kom fram á vetur sums
staðar. Margir álim, að nú mundi stilla til eftir þessi ósköp, en ekki
var því að heilsa, því enn var það versta eftir. 26. október, föstu-
daginn seinastan í sumri, gekk hann í það ofsafárveður af norð-
austri með frosti og snjókomu, að talið er, að þvílíkt veður hafi
ekki komið yfir Norðurland síðastliðin 60 ár a. m. k. Stóð það
fram á sunnudag. Var þá ljótt um að litast, er upp stytti. Stór-
fennið var óskaplegt og fullt hvert gil og skorningur. Þar sem
ekki var farið að hýsa fé, fennti það og hraktist illilega. Eins
fennti hross og sum drap veðrið hreinr og beint. En þó var tjónið
af þessu ofviðri langsamlega skaðlegast við sjóinn, því brimið var
með þeim ódæmum, að slíkt höfðu menn tæplega séð áður. T. d.
á Hrauni á Skaga stórskemmdist túnið af möl og sandi, sem
brimið bar þangað; sömuleiðis á Þangskála. Þar skemmdist túnið,
og þar braut það hús og hlöðu. En tilfinnanlegustu tjóni urðu
þeir fyrir Jón Konráðsson hreppsrjóri í Bæ og Björn sonur hans.
176