Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 102
SKAGFIRÐINGABÓK
Fram til 1880 var næsta fátítt, að konur lærðu að lesa eða
skrifa, ef frá er talinn nauðsynlegasti undirbúningur fyrir ferm-
ingu. En með lögum það ár um uppfræðslu barna var loks farið
að telja þær með. Er barnaskólum fjölgaði var fræðsla aukin hjá
báðum kynjum. Ekkert barn mátti án hennar vera. Það mátti
jafnvel koma barni fyrir á öðru heimili til fræðslu, ef foreldrarnir
vanræktu hana. Má telja lög þessi allmerk.
Árið 1905 var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um al-
þýðufræðslu. Höfundur þess var Guðmundur Finnbogason. Frum-
varpið var samþykkt á næsta þingi, árið 1907. Skólaskyldu var
komið á. Gefin var heimild til að hefja skólagöngu 7 ára, en 10-
14 ára börn voru skólaskyld. I sveitum landsins trúðu menn á
heimafræðsluna. Þar var komið á farkennslu. Þá var kennt til
skiptis á heimilum. Skólatími hvers barns var skammur. Börnin
áttu að vera læs og skrifandi, er þau kæmu í skólann, og skyldu
heimilin sjá um það. Misbrestur vildi verða á þessu. Hver hreppur
og kaupstaður var nú sérstakt skólahérað, en framlag rikisins til
skólabygginga var ákveðið þriðjungur af kostnaði við heiman-
gönguskóla og helmingur við heimavistarskóla.
Árið 1908 var fyrsti fræðslumálastjórinn skipaður. Það var Jón
Þórarinsson, skólastjóri í Flensborg. Sama ár var sett reglugerð
um kennsluáhöld farskóla, svo hann gæti orðið aðnjótandi lands-
sjóðsstyrks (Stjórnartíðindi B-deild: 1908, 294). Þessi kennslu-
tæki voru auk bóka talin nauðsynleg: I landafræði: Uppdrátmr
af Islandi og heimsálfunum og jarðlíkan. I nátrúrusögu: Mynd
af mannslíkamanum, myndir að mannkynsflokkum (fimm and-
litsmyndir) og myndir af alidýrum. I eðlisfræði: Segulstál, gler-
stöng, tvær yllimergskúlur1, ebónitstöng2, þrístrent gler og stækk-
unargler.
Árið 1946 voru á ný sett fræðslulög. Skyldunám var lengt um
eitt ár og skólakerfið samræmt. Lokapróf skyldunámsins, sem
1 yllir: runnategund.
2 ebónit eða íbenholt: hörð, dökk viðartegund.
100