Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 128
SKAGFIRÐINGABÓK
Jakob Hansson Líndal, f. 1880 á Steiná, A.-Hún., d. 1951.
Hann var gagnfræðingur frá Möðruvöllum 1903. Búfræðingur
frá Hólurn 1904. Nám við lýðháskólann í Askov 1906-07 og
búnaðarskólann að Asi í Noregi árið eftir. Bóndi á Lækjamóti, V,-
Hún., og vann jafnframt að jarðvegs- og jarðfræðirannsóknum.
Ritaði um jarðfræði og landbúnað í ýmis rit, innlend og erlend.
Kennari í Akrahreppi 1904-06.
Jón Jónsson, f. 1875 á Skjaldarstöðum í Oxnadal, d. 1950. Bjó
í Sólheimum og Hellu til 1918, en fluttist þá til Akureyrar og síðar
til Siglufjarðar. Kennari í Akrahreppi 1898-1900, 1902-04,
1906-07, 1922-23 og 1927-28.
Jón Kr. Kristjánsson, f. 1876 á Miðsitju, d. 1961. Hann naut
tilsagnar sr. Björns Jónssonar á Miklabæ 1890-92. Var á kennara-
námskeiði 1909- Nám við kennaraskólann 1920-21. Hann kenndi
í Akrahreppi 1908-20 og 1921-24. Fluttist norður í Eyjafjörð
og kenndi þar í mörg ár. Var síðast að Kristnesi hjá dóttur sinni.
Jón Sigtryggsson, f. 1893 á Syðri-Brekkum, d. 1974. Búfræð-
ingur frá Hólum 191.3. Lýðháskólinn í Askov 1921-23. Óreglu-
legur nemandi í samvinnuskólanum 1923—24. Jón átti lengstum
heima í Reykjavík. Rit: Blaðagreinar og útvarpserindi. Kennari
í Akrahreppi 1915-17.
Jónas Jónasson, f. 1878 á Tyrfingsstöðum, d. 1965. Hann var
búfræðingur frá Hólum 1899- Bjó á ýmsum stöðum í austanverð-
um Skagafirði, en lengst af í Syðri-Hofdölum og var kenndur við
þann stað. Fluttist á Sauðárkrók, er hann hætti búskap. Eftir Jónas
eru til stökur og kveðlingar, ennfremur laust mál í blöðum og
tímaritum. Hann kenndi í Akrahreppi 1900-01 og 1902-05.1
1 Jónas segir sjálfur svo frá: „Veturinn 1902—1903 var ég barnakennari
í Akrahreppi. Um og eftir aldamótin dvaldist ég á Þverá. Þar voru
rýmst húsakynni í útparti hreppsins, og gengu börnin þangað frá all-
mörgum bæjum, en sumum var komið fyrir á Þverá." (Jónas Jónasson
frá Hofdölum: 1965. 45). — Sjálfsævisaga, Hofdala Jónas, kom út
1979.
126