Skagfirðingabók - 01.01.1980, Side 160
SKAGFIRÐINGABÓK
er víða orðin mikil og sláttuvélar að verða almennar, sérstaklega
á Eylendisjörðunum. Það er þess vegna ólíklegt, að ekki verði
nægur heyforði handa öllum skepnum, þó vemrinn yrði eitt-
hvað byrstari seinni partinn og fram á vorið.
Fiskafli var oft góður í sumar og eins í haust og ágæmr framan
af vetri. Bætti það fyrir mörgum við sjávarsíðuna, því sæmilegt
verð er orðið á fiskinum.
Ef minnzt er á verzlunina með landafurðir, er annað uppi á ten-
ingnum. Hún er þannig, að aldrei hafa þær vörur komizt neðar
eftir stríð. Er ekki komið fullnaðarverð á þessa árs innleggi, en
menn eru að tala um, að það verði máske 30—40 aurar pr. kg á
fyrsta flokks dilkakjöti frystu, og er það hörmung. Dilkslátur voru
seld á 50—80 aura í haust og mörinn 80—100 aura kg. Gærur
er búist við að verði lægri en í fyrra, og þá voru þær 43 aurar
pr. kg.
Nærri má geta, hvernig afkoma þeirra manna er, sem búskap-
inn stunda. Auðvitað hafa útlendar vörur fallið dálítið, en ekkert
í nánd við verðfall íslenzku vörunnar. Kaupgjald hefir líka lækk-
að, en er þó of hátt fyrir bóndann. Þess vegna hafa ýmsir minnk-
að við sig fólkshaldið, en keypt í stað þess útlendan áburð og
aukið þannig töðufenginn. Það sem bændum er erfiðast á þessum
tímum, eru ólukku skuldirnar, sem hvíla með drápsþunga á hverju
búi og heimta miskunnarlaust af þeim allt, sem þau geta við sig
Iosað, í vexti og afborganir. En þó er það trú mín, að batnaði
verzlunin fljótlega, mundu bændur verða fljótir að ná sér á strik
aftur, því sízt er hægt að segja, að búin hafi gengið saman undan-
farið, heldur eru þau yfirleitt með stærra móti. Mörgum þykir það
máske undarlegt, að bændur auki bú sitt á þessum árum, en þó
er það satt, og liggja til þess tvær ástæður. Sú fyrri er mikill og
góður heyafli á undanförnum árum, og hin seinni er hið lága
verð á búpeningi. Þess vegna hefur margur sett ríflega á, þegar
fóður var til, ef hann hefir á annað borð getað það vegna skuld-
anna, þar sem dilkarnir máttu heita verðlausir, í von um hækkun.
Vanalega hefir verið slátrað kringum 20 þúsund fjár yfir haust-
158