Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 99
BARNAFRÆÐSLA í AKRAHREPPI
bækur, veittist mönnum það erfiðara en áður. Að öllum líkindum
hefur lestrarkunnáttu þá farið hrakandi.
A árunum 1741-45 ferðuðust þeir Jón Þorkelsson og Ludvig
Harboe um Island í kirkju- og kennslumálaskoðun á vegum yfir-
manna kirkjumála í Danmörku. Harboe skrifaði öllum prestum
á Norðurlandi bréf um, að þeir yrðu að húsvitja að minnsta kosti
þrisvar á ári, til að fræða fólk og kenna því hið sanna, svo það
væði ekki í villu og svíma.
Eftir niðurstöðum Harboes að dæma er lestrarkunnátta barna
misjöfn eftir prestaköllum. I sumum eru flest öll börn, sem voru
á fermingaraldri, læs, en í öðrum var tæpur helmingur læs eða
minna. Meira en helmingur barna í Hólabiskupsdæmi kunni að
lesa. Má rekja það til áhrifa frá stólskólanum. Til Harboes komu
óskir um stofnun barnaskóla frá 14 söfnuðum á landinu. Má af
því dæma áhuga manna á barnafræðslu.
Annar danskur maður, Niels Horrebow, var hér á landi 1749.
Hann sagði foreldrana frekar vilja láta börnin vinna nýt verk en
læra að lesa. Fólk hefur ekki haft mikla trú á bókastagli, eins og
ljóst er af málshættinum gamla: „Ekki verður bókvitið í askana
látið“. Sárafáir höfðu tækifæri til að setjast niður og kenna börn-
unum lestur eða kristin fræði. Horrebow sagði ómögulegt að halda
skóla, því bæir væru svo strjálir. Hins vegar væri hvert heimili
skóli út af fyrir sig, því einhver af heimilisfólkinu væri látinn
kenna börnunum fræðin. Prestarnir húsvitjuðu til að líta eftir
kunnáttu barnanna, sérlega er nálgaðist fermingu.
Árið 1736 var birt tilskipun um fermingu barna. Sá siður hafði
ekki tíðkazt í rúmlega öld. En það er ekki fyrr en 1744, að ferm-
ing er lögleidd, og var jafnframt bannað að ferma börn, nema
þau væru læs.
Árið 1746 barst tilskipun um húsvitjun presta, sem má rekja
til könnunar Harboes. Auk þess voru foreldrar skyldaðir til að
kenna börnum sínum lestur eða sjá um, að þau hlytu slíka mennt-
un. Fram undir lok 18. aldar sáu heimilin um þessa fræðslu, þar
7
97