Skagfirðingabók - 01.01.1980, Síða 137
BARNAFRÆÐSLA í AKRAHREPPI
Steingrímur Stefánsson, frá Þverá í Öxnadal, sem skrifar í
Viljann nokkrum árum síðar, er á sama máli og Björn, hvað
varðar húsnæði. Hann taldi þó heppilegast að koma á föstum
skólum í sveitinni með heimavist. Kostir við það að hafa fastan
skóla voru: Minni kostnaður og betri nýting kennslunnar (sbr.
Steingrímur Stefánsson: 1906).
Um þessar mundir voru margir, sem ræddu um, hvernig skóla
eigi að hafa, en breytingar urðu litlar frá því sem var. Farkennslan
hélt velli.
Arið 1911 skrifar Jón Kristjánsson í Viljann um uppeldi barna.
Leggur hann áherzlu á, að aðstandendur þeirra verði að gæta sín
á því að ráða ekki til sín óráðvant fólk, því allt, sem börnin læri,
sjái og heyri, hefði áhrif á þau (sbr. Jón Kristjánsson: 1911).
Sama ár var staðfest reglugerð fyrir farskólann í Akrahreppi.
I fræðslusamþykkt fyrir fræðsluhéraðið Akrahrepp frá 1910 segir,
að öll börn skuli hafa náð því fræðslumarki, sem 2. gr. laga, 22.
nóvember 1907 um fræðslu barna, kveði á um. Þá átti að ráða
1—2 kennara til kennslu á þeim launum, sem fáist í landssjóðs-
styrkjum (að minnsta kosti 1 kr. á dag). Sveitarsjóður átti að
leggja til kennsluáhöld. Kennslubækur átti að velja í samráði við
fræðslunefnd. Að öllu leyti var farið eftir lögum um fræðslumál
frá 1907. Fræðsla barnanna átti að fara fram á svo mörgum stöð-
um í fræðsluhéraðinu sem fræðslunefnd áliti hentugast. Öll börn,
10-14 ára, áttu að minnsta kosti að fá 8 vikna tilsögn (sbr. Dag-
bók 5: 1919).
A árunum 1916-17 kom upp mál, sem lýsir nokkuð vel við-
horfi íbúa Akrahrepps til fræðslumála. Þá var hreppsnefnd Akra-
hrepps gert að greiða 56 kr. til fræðslukostnaðar. Hún neitaði á
þeirri forsendu að:
... 1909 hafði verið mótmælalaust samþykkt að aðstand-
endur skólabarna skyldu greiða kostnað við skólahald ann-
an en kaup kennara; en fræðslukostnaður sá, sem hrepps-
nefndin neitar að borga, er fyrir húsnæði handa skólanum
135