Skagfirðingabók - 01.01.1980, Síða 202
SKAGFIRÐINGABÓK
Fuglaveiðin cetti að vera frá 8 — 12 vikur að sumri, og að henni
lokinni fceri maður annaðhvort í heyvinnu eða rakleiðis heinv
aftur. Eg skil varla í öðru en við gcetum náð góðum afla, ef
maður kcemi.
Þessu bréfi treysti ég yður til að svara með fyrstu ferð, því
verið getur, að við förum annað, ef þér ekkert vilduð sinna þessu
boði okkar.
Eg bið yður að fyrirgefa þetta ómak, sem ég kann að valda
yður með þessu tilboði, því auðvitað verðið þér að hafa tal af þeim
Eyjareigendum.
Virðingarfyllst,
Hjalti Jónsson.
Ekki er ósennilegt, að þeir félagar hafi talið sér starfann nokk-
uð tryggan í krafti frægðar sinnar, enda vísar Hjalti til Eldeyjar-
ferðarinnar. I bréfinu gætir að öðru leyti nokkurrar vanþekking-
ar á staðháttum í Drangey.
Jóhannes Olafsson sýslumaður svaraði bréfi Hjalta 8. nóvem-
ber 1894, en það bréf er glatað, og sýslumaður hefur ekki fært
afrit þess í bréfabók. Hins vegar lagði hann bréf Hjalta fyrir
sýslunefndarfund árið 1895: „Þar eð sýslunefndin vill framhalda
friðun í bjarginu, þannig að einungis sé stunduð fuglaveiði á flek-
um við eyna, var oddvita falið að svara bréfi Hjalta á þá leið, að
sýslunefnd geti eigi sinnt téðu tilboði hans.“ Vafalítið hefur svar
sýslumanns verið á sömu lund.
Hin „rétta veiðiaðferð“ Hjalta hefur vísast verið að háfa fugl
á flugi við bjargsnasir, eins og tíðkast í Vestmannaeyjum o. v.
Sýslunefnd taldi hins vegar nóg að gert með flekaveiðum, en sú
skoðun átti eftir að breytast. Arið 1897 barst nefndinni áskorun
um „að reyna nýja aðferð við bjargfuglaveiði við Drangey, þann-
ig að veiðin verði stunduð með „háf“, eins og tíðkast í Vest-
mannaeyjum, Mýrdal, Krísuvík og víðar.“ A það var bent, að
Einar Jónsson, málari á Sauðárkróki, væri vanur slíkum veiðum
200