Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 19
EINAR BALDVIN GUÐMUNDSSON Á HRAUNUM
ið hann, á sína vísu, þannig að honum hafði fundizt kenna ein-
hverskonar öryggis í nærveru mannsins, sem var að tala við hann;
og nokkuð er það, að fuglinn virtist þekkja rödd Einars og „fugla-
lag“ hans frá öðrum mannaröddum, því að svo var að sjá, að
þar sem hann gekk um, raulandi sama lagið upp aftur og aftur,
þar var fuglinn spakastur.
Smídar
Einar var góður smiður, bæði á tré og járn, og hafði hann
þó aldrei fengið nokkura tilsögn í þeim greinum. Stundaði hann
smíðar jafnframt landbúskapnum, bæði á heimili og utan heimil-
is. Smíðaði hann t.d. allar skeifur og hestskónagla, og allt, er úr
járni þurfti að smíða til sjávarúthaldsins, svo sem ífærur, drepi,
skálmar, steinabönd o.fl. o.fl., auk allra amboða, er til heimilisins
þurfti.
Utan heimilis hafði hann með höndum ýmiskonar stórsmíðar,
svo sem margar timburbrýr yfir ár, bæði í Skagafjarðarsýslu og
víðar; ein af brúm þeim, er hann smíðaði utan sýslu, var brú
yfir Hvítá í Borgarfirði, hjá Barnafossi.
Voru brýr þær, er Einar smíðaði, „sperrubrýr“, og mun hann
hafa verið fyrsti maður hér á landi, er smíðaði brýr með því lagi.
Mun hann hafa náð hugmyndinni úr Opfindelserens Bog, eftir
Lutken og Holst, en lagaði hana síðan eftir hérlendum staðháttum.
Og eftir hans brúarlagi voru síðan smíðaðar margar brýr víðs
vegar um landið. Hann smíðaði og fyrstur manna hér á landi
„dragferju", ásamt Sigurði Olafssyni á Hellulandi, yfir Vesturós
Héraðsvatna, og voru svo nokkurar samskonar ferjur smíðaðar
eftir henni hér á landi.
Stundum á vetrum var hann tímunum saman við skipasmíðar
í Siglufirði; voru það þilskip til hákarlaveiða, er þar voru smíð-
uð. Ekki mun hann þó hafa verið yfirsmiður neins þvílíks skips.
En heima á Hraunum smíðaði hann marga báta, stærri og
2
17