Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 172
SKAGFIRÐINGABÓK
í stórflóði í allt sumar. Ekki hindraði það samt umferðina yfir
þau, því alls staðar eru brýrnar, svo vegfarandinn verður þess
lítið var hjá því, sem áður mundi verið hafa.
En jarðir þær, sem engjar átm á Eylendinu, frá þeim var illt
að nytja þær vegna vatnsagans. Þó tók alveg steininn úr með það
9. september. Þá kom svo mikið flóð í Yötnin, að örsjaldan eru vor-
flóð meiri. Eíefir það sjálfsagt verið jökulhlaup, því svo var leirinn
mikill, að vatnið var sem leðja. Kom þetta sér illa, því rétt áður
höfðu gengið þurrkar, og var því feiknin öll af sætum á Eylend-
inu, ásamt flötu heyi. Var það ófögur sjón að sjá yfir Eylendið,
er flóðið var sem mest. Var það sem maður sæi út á fjörð, en
sætin voru sem fuglar á vatninu. Tjónið mun hafa orðið töluvert,
því auk þess, sem flæddi burt, þá var leirmóðan svo mikil, að
allt, sem vatnið náði upp á sætin, varð ónýtt. En samt var hey-
skapur ágætur, og með þessari góðu tíð, sem verið hefir, held eg,
að menn séu vel byrgir að heyjum, þó eitthvað yrði verra seinni
part vetrarins og vorið, sem ekki er nú reyndar ólíklegt, þegar
lengi er búið gott að ganga.
Það bar öllum saman um, þeim sem um fjöll fóru í sumar, að
aldrei hefði verið annað eins jöklanám eins og nú. Sögðu gangna-
menn, að þar sem áður hefði allt verið jökli hulið, hefðu nú í
haust verið svartir sandar.
Seint á síðastliðnu vori tóku Héraðsvötnin að flæða út með
Vindheimabrekkunum. Runnu þau síðan út Hólminn, vestan við
Vallholtið, og var sú kvísl svo mikil stundum, að hún var á sund.
Einnig runnu þau mikið í farvegina vestan við Stokkhólma. Lá
vatnið á engjum Hólmabænda og gerði þeim mikið tjón, ef fram-
hald hefði orðið á slíku. Tóku þeir sig því saman og byggðu
garð mikinn í farveginn undir brekkunum, en í næsta flóði sóp-
uðu Vötnin miklu af garðinum. Var nú annar byggður, en hann
fór í mikla flóðinu 9. september, og höfðu Vötnin þá borið mikið
land út eftir. Tóku menn nú að ugga, að þau mundu koma að meira
eða minna leyti í þessa farvegu, og var þá Hólmurinn ásamt
Langholtsengjum í stórhættu. Attu nú bændur á hættusvæðinu
170