Skagfirðingabók - 01.01.1980, Síða 134
SKAGFIRÐINGABÓK
uppeldi barnanna var í voðalegu ástandi". (Stefán Jónsson: 1898).
Hann segir, að væru börnin óþekk, hefðu þau verið hrædd á grýlu
eða prestinum. Það leiddi til þess, að þau skoðuðu prestinn sem
rammasta óvin sinn. Þau gátu jafnvel ekki lesið fyrir hann vegna
ótta, er hann húsvitjaði. Oft voru prestarnir raunar óblíðir við
börnin.
Ef börnin kunnu illa, þegar þeim var hlýtt yfir, eða stóðu
sig eigi með það, sem þeim var sett fyrir að lesa, þá var
alloftast gripið til stóru orðanna, sem voru miður sæmandi,
þótt þau hefðu verið töluð til fullorðinna stórsyndara.
(Stefán Jónsson: 1898).
Að lokinni yfirheyrslu var oft blakað óþyrmilega við þeim með
guðsorðabókinni sjálfri. Sagði Stefán, að börnin hefðu oft grátið
áður en yfirheyrslan byrjaði, en „... sem betur fer er þessi vonda
kennsluaðferð týnd og tröllum gefin. Onnur komin í staðinn, sem
mannúðin skín í gegn um". (Stefán Jónsson: 1898). Af skrifum
Stefáns er Ijóst, að farkennslan var á margan hátt framför frá því
sem áður var, er allt valt á dyntum prestanna og upplagi.
Baldvin Bergvinsson, sem var lengi kennari í Akrahreppi,
skrifaði grein um barnafræðslu í Viljann 1899- Þar lýsir hann
áliti sínu á þeim málum. Hann segir marga foreldra alls ekki geta
uppfyllt þau skilyrði, sem sett séu um kennslu barna, bæði vegna
efnaskorts og upplýsingaleysis. I greininni kemur Baldvin inn á
hugmyndir sínar um, hvernig eigi að haga kennslu. Hann segir:
„Menntunin byggist á þeim grundvelli: að leyta fyrst guðsríkis,
og hennar aðalskilyrði er, að bæta hjarta og hönd". (Baldvin
Bergvinsson: 1899). Þess vegna lagði hann aðaláherzlu á kristin-
dómsfræðslu, er hann kenndi. Hugmynd Baldvins var sú, að
menntunin ætti að gera menn frjálsa, en undirstöðu frelsis sagði
hann vera að leita fyrst guðsríkis. Hann kynnir kennsluaðferðir
sínar í þessari grein:
Þegar börnum er kennt að lesa, þá ríður á að þau nefni
stafina í stöfuninni skýrt og hátt og stilt. Nefni þá rétt og
132