Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 30
SKAGFIRÐINGABÓK
„lása“, og þekkti af eginni* sjón hvílík uppgrip þetta gátu ver-
ið, þegar lásaveiðin heppnaðist.
Þá rak Gránufélagið verzlun á Siglufirði, og var þar verzl-
unarstjóri Snorri Pálsson, mágur Einars. Snorri var framfara-
maður á öllum sviðum, efnaður vel og ótrauður til allra fram-
kvæmda, þeirra, er hann hugði, að gagni mætti verða. Kom
þeim mágunum saman um það, að fáráðlingsháttur væri það mik-
ill og ófyrirgefanlegur að reyna ekki að hagnýta sér þessa auðs-
uppsprettu, sem allsstaðar væri við landsteina, ef menn hefði
sinnu og kunnátm til að ausa úr þeim brunni.
Stofnuðu þeir mágarnir því síldveiðifélag, og var markmið
þess að veiða síld í lásnætur. Fleiri voru í þessu félagi en þeir
tveir; en þeir voru aðalmennirnir og höfðu allar framkvæmdir
þess með höndum. En vegna þess, að Islendingar voru óvanir
þesskonar veiðum, þurfti að fá Norðmenn til að standa fyrir þeim.
Starfaði félagið í mörg ár.
Um svipað leyti og félagið hóf síldveiðistarfsemi sína, fékk
Einar norskt skip hingað til að stunda fiskiveiðar hér við land,
og varð það orsök til þess, að „stjórnarherrann" (ráðherra íslands
í Kaupmannahöfn) skipar haustið 1881, að höfða mál gegn
Einari Guðmundssyni á Hraunum fyrir að hafa notað utanríkis-
skip til fiskiveiða í landhelgi, sbr. Almanak Þjóðvinafélagsins 1883.
Var Einari svo stefnt, og hélt málið sína leið. Var því vísað til
Landsyfirréttar, og 27. nóvember var Einar sýknaður í réttinum.
Hvorki hefi eg heyrt eða séð, að málinu hafi verið haldið lengra
áfram, og mun það aldrei hafa farið fyrir Hæstarétt í Danmörku.
Ekki er mér kunnugt um, hver ágóði varð af þessum síldveiða-
tilraunum, en hræddur er eg um, að hann hafi orðið lítill, eða
jafnvel enginn, og mun margt hafa borið til þess, og þar á meðal
það, að síldin mun ekki hafa komið upp að landi, þar sem helzt
skyldi, en mannahald dýrt og erfiðir og dýrir flutningar veiði-
tækjanna á milli þeirra staða, sem síldarinnar var von í þann og
þann svipinn.
* Æt!ð ritað með e, en ekki ei í handriti.
28