Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 25
EINAR BALDVIN GUÐMUNDSSON Á HRAUNUM
sem oft skella á, þegar minnst varir, og í öðru lagi vegna slæmra
lendinga, þar sem strandlengjan liggur mestöll fyrir opnu ís-
hafinu, og gjörir oft feiknabrim á stuttum tíma. Onnur orsök
til þess, að lítið var saltað af fiski, var sú, að menn herm svo
mikið af þorskinum til heimilisþarfa, og náði víða saman á
bæjum harðfiskur á milli vertíða. Þá var og mest öll ýsa, sem
aflaðist að haustinu, flutt heim og soðin til matar.
I sambandi við fiskiveiðarnar má geta þess, að úr Mikla-
vatni veiddist oft mjög mikið af silungi, og var sú veiði smnd-
uð af kappi, sérstaklega á vorin; gekk þá silungurinn inn í
gegnum Hraunaósinn, inn í vatnið, í stómm torfum, en hélt
sig mest nálægt löndunum, og þar var hann svo tekinn í
fyrirdráttarnet. Var ákaflega mikil búbót að þessum veiðiskap,
og tiltölulega lítil fyrirhöfn, sem honum var samfara.
Yfirleitt er óhætt að segja, að Einar smndaði, og lét stunda
veiðiskapinn, engu síður en landbúnaðinn, eða með öðrum orð-
um: jöfnum höndum við hann; og eg býst við, að stundum
hafi það orðið á kostnað hins síðarnefnda.
Ennfremur má geta þess í sambandi við fiskiveiðarnar, að
Einar mun hafa verið með þeim fyrstu — ef þá ekki allra
fyrsmr —- við Skagafjörð, er saltaði fisk til útflutnings- Keypti
hann sjálfur fiskinn blautan, upp úr sjónum af sjómönnum,
saltaði hann, þvó og þurrkaði og seldi hann síðan til útlanda
— Danmerkur — fyrir eigin reikning; var þetta áður en Gránu-
félagið tók til starfa.* Mörg ár þar á undan hafði hann hert fisk
til útflutnings.
Þá má og geta þess, að í mörg ár gufubræddi Einar nýja þorska-
lifur og framleiddi barnalýsi, sem hann seldi lyfjabúðum á land-
inu. Reyndist lýsi þetta vel sem barnalýsi, og var mikil eftirspurn
eftir því. Mun hann hafa verið fyrsti maður hér á landi, sem
framleiddi barnalýsi.
Einar var og hvatamaður að því, að Jón skipstjóri Loftsson
tókst á hendur að kenna mönnum sjómannafræði. Hélt hann
* Það var stofnað 1870.
23