Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 188
SKAGFIRÐINGABÓK
kirkjum úti á Skaga. Sr. Hallgrímur sigldi í haust til Noregs og
dvelur þar í vemr hjá dótmr sinni, sem er þar gift og búsett. En
samt mun hann hafa í hyggju að koma heim í sveitina sína með
vorinu, og ekki seldi hann reiðhestinn sinn, er hann seldi skepnur
sínar á síðastliðnu vori.
I sumar andaðist Steingrímur Jónsson, fyrrum bóndi á Silfra-
stöðum. Hann er fæddur 29. nóvember 1844 og var því kominn yf-
ir nírætt. Kona hans var Kristín Arnadóttir, dáin 1907. Steingrímur
var sonur Jóns bónda á Merkigili (fæddur árið 1813) og ólst þar
upp og í Austurdai, unz hann fluttist að Ytri-Kotum á Norðurár-
dal. Þar bjó hann, þar til hann keypti Silfrastaði og fluttist þang-
að, þar sem hann bjó svo eftir það og oft stórbúi. Hann var
blindur á efri árum sínum, en þó oftast við góða heilsu, því ekki
var karli fysjað saman, enda í ýmsar mannraunir komið á yngri
ámm sínum. Steingrímur var að ýmsu leyti einkennilegur maður,
er seint mun gleymast þeim, er þekkm hann, skrítinn í orðum og
tilsvörum og ófeiminn að láta meiningu sína í ljósi, án þess að
hefla hana og það, hver sem í hlut átti. Til vina sinna bar hann
tröllatryggð, en var líka langminnugur á mótgerðir. Heimili þeirra
hjóna var orðlagt fyrir gestrisni, enda í þjóðbraut. A Silfrastöð-
um býr nú Jóhannes, sonur Steingríms, hinn bezti drengur.
I nóvember síðastliðinn andaðist á sjúkrahúsinu á Sauðárkrók,
Guðrún Þóra Þorkelsdóttir frá Þorleifsstöðum. Var hún búin að
liggja þar rúmföst um 11 ára skeið. Hún var fædd 14. marz
árið 1860. Hún var gift Jóni Jónassyni, bróður Olafs Jónas-
sonar í Arnesbyggð, Canada, hinum mesta dugnaðar og atorku-
manni. Bjuggu þau fyrst í Hjaltastaðahvammi, en síðar á Þor-
leifsstöðum í Blönduhlíð. Jón dó árið 1921. Guðrún var hálf-
systir Soffoníasar Thorkelssonar verksmiðjueiganda í Winnipeg,
og Jóhannes Hannesson frá Yztugrund, sem þar er einnig
búsetmr, og hún vom systkinabörn. Guðrún var að mörgu leyti
hin merkasta kona, og mun hennar lengi minnzt hér í byggð.
Hún hafði á hendi yfirsemkonustörf, allt þar til hún lagðist
á spítalann og þótti framúrskarandi heppin og dugleg við það
186