Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 182
SKAGFIRÐINGABÓK
að þau hafi líkað vel, er þangað kom, svo ekki er ómögulegt,
nema hér sé um framtíðarsölu að ræða. Sömuleiðis var gott verð
á afsláttarhrossum í haust, sérstaklega hinum yngri.
Af sauðfé mun hafa verið slátrað um 23 þúsundum á Sauðár-
krók. Yar það langsamlega mest dilkar. Féð reyndist fremur rýrt,
sem ekki er furða, eftir heilsuleysi að vetrinum, gróðurleysi að
vorinu og illviðri yfir sumarið og haustið. Búist er við svipuðu
verði fyrir það nú sem á síðastliðnu hausti. Annars var fryst með
mesta móti til innanlandssölu, því nú er allt takmarkað, sem út
má flytja, bæði til Bretlands og Noregs.
I vor var byrjað á byggingu fyrir mjólkursamlagið, og er henni
nú að verða lokið að mestu leyti. Eftir er að setja niður vélarnar,
en búist er við, að það muni geta tekið til starfa næsta vor. En
illa hittist á, að þetta sumar skyldi verða svona slæmt, því mjög
er hætt við, að sumir hafi orðið að fækka kúnum í staðinn fyrir
að fjölga þeim, og eins hitt, að kýr reynist ekki eins vel næsta
sumar sem venjulega, eftir hið skemmda fóður í vetur. Samt er
vonandi, að ekki líði á löngu, þar til hægt verður að hefjast handa
fyrir alvöru um drjúga þátttöku í þessu fyrirtæki, því ekki vantar
skilyrðin til þess hér í Skagafirði.
Á síðastliðnu vori héldu sóknarbörn séra Hallgríms Thorlac-
íusar í Glaumbæ honum samsæti í minningu þess, að hann hafði
þá verið prestur þeirra í 40 ár samfleytt og aldrei sórt burtu á
því tímabili. Stóð hófið 10. júní, og hittist svo á með veður, að
ekki er hægt að hugsa sér það betra hér í Skagafirði að vorinu,
og er þá mikið sagt. Um 100 manns tóku þátt í fagnaðinum.
Samsætið hófst með því, að sr. Hallgrímur messaði í kirkjunni
yfir öllum gestunum, en að messugerð lokinni, var gengið til
Skagfirðingabúðar, er hafði verið sett niður á völlinn vestur und-
an kirkjunni. Hófst nú samsætið með öllu því fjöri, sem ein-
kennir Skagfirðinga, þegar þeir eru „glaðir á góðri smnd“. Voru
veitingar þar allar hinar prýðilegustu, og konunum, sem þær fram-
reiddu, til stórsóma. Skorti ekki ræðuhöld fyrir minni heiðurs-
gestsins, en hann svaraði hverri ræðu með fyndni og fjöri. Var
180