Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 94
SKAGFIRÐINGABÓK
í ættartölum sínum hefur Jón Espólín þessi orð um Eyjólf
Pétursson í Rein: „fátækur og lengi haltur, þó gáfaður og hag-
orður“. Og Rípurprestar bera honum vel söguna í húsvitjunar-
bókum. Þeir eru ekki jafn dómhvatir um framferði hans og
Sigurður í Krossanesi, kveða á fyrri árum Eyjólfs ekki fastar
að orði en svo, að hann sé „ei óskikkanlegur“ eða „ei ósiðsamur“,
síðar er hann sagður „frómur“, „meinhægur". Hann var vel læs
og vel fræddur í kristindómi að þeirra skoðun og gáfaður í bezta
lagi, „vel skýr“, „skarpur og skýr“, „skýr og fróður í mörgu“.
Eyjólfs er getið hér og þar í ritum, en mér vitanlega hvergi
að nokkru ráði nema á einum stað: í Þjóðsögum Jóns Arnason-
ar1. Þar geymist um hann töluverð frásaga, skrásett um 1860
af Pálma Jónssyni, Skaga-Pálma. Hún er um sumt þjóðsöguleg,
en um sumt fróðleiksþáttur. Hann tekur upp tvær stökur Eyjólfs
í ákvæðastíl, ásamt tildrögum, og var önnur kveðin á hvalfjöru
í Sléttuhlíð, en hin suður í Vogum, lætur hann koma við huldu-
sögu úr Hegranesi, en skráir síðan það sem hann veit um foreldra
Eyjólfs, ævikjör hans, hjúskap og börn. Sú fræðsla er góðra gjalda
verð, eins langt og hún hrekkur.
„Eyjúlfur Pétursson í Rein [svo] í Hegranesi var vitur maður
og skáld gott“ ritar Pálmi; „vildi stundum verða að áhrínsorð-
um er hann kvað, að sagt er“. Ekki eru mér kunnar aðrar ,ákvæða-
vísur' Eyjólfs en þær sem Pálmi tekur til, og langt mun nú hafa
skolazt frá landi flest af þvi sem Reinarbóndi lét eftir sig í bundnu
máli. „Hefur hann ort ljóðmæli, sálma, vísur og kvæði, þó ei
sé hér um getið“ segir Pálmi ennfremur, undir lok frásögu sinn-
ar. „Var hann í mörgu merkilegur maður og stórvimr.“
Ekki mun vera til nein kveðskaparsyrpa Eyjólfs, hvorki með
hans eigin hendi né annarra, hið litla sem nú verður grasað af
„sálmum, vísum og kvæðum“ hans er niður komið á ýmsum
stöðum.
Auk tittlingsrímu skrásetti Gunnlaugur á Skuggabjörgum2
1 Nýtt safn IV, Rvík 1956, bls. 212—14.
2 JÁ. 254, 4to.
92