Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 127
BARNAFRÆÐSLA í AKRAHREPPI
Gnðmundur Jónsson, i. 1869 í Brennigerði, d. 1910. Búfræð-
ingur frá Hólum 1889. Bóndi á Sandeyri og Snæfjöllum á Snæ-
fjallaströnd frá 1898 til æviloka. Hann kenndi í Akrahreppi
1894-96.
Guðmundur Jónsson, f. 1866 á Móskógum, d. 1946. Hann
fékk kennslu í smátíma hjá sr. Tómasi Bjarnasyni á Barði. Var
það öll hans skólaganga. IZn Guðmundur var mjög fróðleiksfús
og sjálfmenntaði sig. Hann skrifaði mjög fagra rithönd, en skrift
lærði hann eftir verzlunarreikningum. Hann byrjaði ungur að
kenna krökkum og kenndi ósiitið frá 1903-34 í flestum hrepp-
um sýslunnar. Guðmundur bjó víða til 1905, en hætti þá og var
síðan í húsmennsku og stundaði kennslu. Síðustu árin var hann
í Hjaltastaðahvammi hjá dóttur sinni og tengdasyni.1
Guðrún J. Jónsdóttir, f. 1880 á Móbergi, A.-Hún., d. 1967.
Hún kenndi á Frostastöðum í fjögur ár, 1903-07. Auk almennra
greina kenndi hún söngfræði, orgelspil og almenna landafræði.
Guðrún bjó í Finnstungu í Blöndudal.
Hólmfríður Friðfinnsdóttir, f. 1868 í Hvammi í Hjaltadal, d.
1946. Hún bjó á ýmsum stöðum í Fljótum, en flutti til Siglu-
fjarðar 1923 og var þar til æviloka. Kennari í Akrahreppi 1891.
1 Guðmundur þótti góður kennari. Sérstaklega laginn við börn, sem
erfitt var að kenna. Kom honum þar vel skapskyggni hans, lipurð og
þrautseigja. Fyrir utan hin almennu fög kenndi hann hugarreikning.
Eitt var það, sem Guðmundur kunni fram yfir fjöldann, en það var hið
svokallaða fingrarím. Hann kenndi fingrarím þeim, sem vildu læra
það, en flestir gáfust upp. Hægt var að læra stafrófið eftir fingrarími.
Á vísifingur röðuðust stafirnir t.d. svo: Sjáðu hérna a (efst á hnúa), b
(næst fyrir framan), c (á fremsta hnúa) skal hnúum á, herm þú mér
hinn frómi, d (í efsta krika móti efsta hnúa), e (næst fyrir framan),
f (fremst) skal minna á, efst sé g á gómi. (Eftir sögn Stefáns Jónssonar
á Höskuldsstöðum).
125