Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 136
SKAGFIRÐINGABÓK
Biblíusögum eftir Sigurð Jónsson (útg. 1899) og Kveri sr. Helga
Hálfdanarsonar. Við skrift þarf aðeins að gæta stillingar og vand-
virkni. Hann álítur fáa kennara hæfa til að kenna réttritun, svo
skammlaust sé, en leggur áherzlu á mikilvægi þess, að börnin
læri að skrifa rétt; því eigi allir barnakennarar að reyna að full-
komna þekkingu sína í þessu efni. Hann bendir á, að bezt sé að
kenna réttritun eftir upplestri eða með endursögn. Til stuðnings
sé gott að nota Réttritunarœfingar Kristínar Aradóttur. Reiknings-
kennsla eflir skilning og þroska, að mati Björns, og mælir hann
með sömu aðferð við reikningskennslu og Baldvin. Loks leggur
greinarhöfundur áherzlu á, að efld sé föðurlandsást barnanna (sbr.
Björn Jónsson: 1901).
Þannig fórust Birni orð í fyrstu grein sinni, sem hann stílar
til sóknarbarna sinna. Ekki lét hann þar við sitja. Næsta ár, eða
1902, skrifar hann aftur í Viljann. Þar segir hann frá lögum um
uppfræðslu barna frá 1880 og ræðir síðan um farkennslu almennt.
Hann segir:
Umgangskennsla er víst nokkuð gömul hér á landi. Fyrir
tæpum 30 árum þekkti ég umgangskennslu í Húnavatns-
sýslu, og lengi hafa Borgfirðingar unað við Eyjólf gamla
„ljóstoll" sem umgangskennara (Björn Jónsson: 1902).
Björn segir, að ekki séu nema 15 ár frá því farkennsla hafi hafizt
fyrir alvöru á Islandi. Reyndar var fyrst farið að styrkja kennara
með opinberu fé árið 1878. Þá var það gert að skilyrði, að kennari
væri kosinn af presti og sóknarnefnd. Kennarinn þurfti að sýna
vottorð prests við umsókn um styrk. Björn taldi, að þessu skilyrði
hafi illa verið hlýtt og sé sökin ýmist hjá presti, sóknarnefnd eða
foreldrum. Hann segir það álit margra foreldra, að presturinn
eða sóknarnefndin væri í engu hæfari til að velja kennara en þau
sjálf, en sumir kennarar eru „svo dæmalausir" að varla er lesandi
nafnið þeirra. Björn er á þeirri skoðun, að farsælast sé að kenna
á sem fæstum bæjum, þar sem húsrúm er bezt (sbr. Björn Jóns-
son: 1902).
134