Skagfirðingabók - 01.01.1980, Side 152
SKAGFIRÐINGABÓK
hinn Laufi. Þeir voru báðir miklir á velli, stólpagripir og góðir
reiðhestar. Þegar Pétur var kominn á bak Laufa eða Gráskjóna
í hlýlegri kápu, var hann eins og Napoleon mikli á Stóra-Grána
eftir orustuna við Waterloo, hverri hann tapaði. Pétur tapaði
líka sinni orrustu í þessum göngum.
Ekki segir af ferð okkar þennan dag. Við fórum sem leið
liggur fram Goðdaladal, en tjaldstaður var þá fremst á dalnum,
við Hraunlæk. Ilmurinn af fölnandi fjallagróðri, hrísi og lyngi
á Goðdaladal er enn fyrir vitum mínum.
A þessum árum lágu gangnamenn í tjöldum í fyrstu göngum,
því þá voru gangnamannakofar svo litlir, að þeir voru aðeins
fyrir 4 eða 5 eftirleitarmenn. Tjaldstaðurinn var á vesturbakka
Hraunlækjar, en þar ofar var hallandi mýri austur að læknum,
allgott haglendi fyrir hesta. Gangnamenn í Vestflokk voru 15
og 3 mótmenn, er komu á móti í Buga tveim dögum síðar.
Gangnamenn Austflokks höfðu líka tjaldstað við Hraunlæk, en
þeir hafa ef til vill verið eitthvað færri.
A þeim tíma, sem þessar göngur voru gerðar, var vandað til
fótabúnaður manna og hesta. Það var föst venja að járna gangna-
hesta með nýjum skeifum, og nýir hnéháir skinnsokkar voru
saumaðir handa gangnamönnum, því gúmmístígvél voru þá
ekki til í sveitum. Eg man hvað mér þótti dásamlegt að geta
öslað um mýrina við Hraunlæk í nýjum skinnsokkum. Hvílíkt
öryggi!
Hestarnir voru bundnir, þegar dimma tók; síðan var vakað
fram á nótt, og var glatt á hjalla, kveðið og sungið. Ekki man
eg eftir að nokkur maður væri undir áhrifum áfengis, enda var
þá vínbann í landinu og bruggöld ekki byrjuð.
Svefntími var stuttur, því klukkan að ganga fjögur kom dag-
skipun frá gangnastjórum að fella tjöld, taka saman farangur
og búast til brottferðar. Það var lagt af stað í þreifandi myrkri,
og eg var undrandi á því, hvað hestarnir voru fótvissir upp
grýttan bakkann, austan við lækinn, og eftir móum og melum
þegar ekki sá handaskil.
150