Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 36
SKAGFIRÐINGABÓK
notað enn í dag yfir margar smáár, lítið sem ekkert breytt. En
yfir allar stærri ár eru nú byggðar steypubrýr.
c) ALÞINGI
Arið 1874 var Einar kosinn alþingismaður fyrir Skagafjarð-
arsýslu, ásamt séra Jóni Blöndal, sem þá var orðinn verzlunar-
stjóri í Grafarósi.
Norðanfari, 13. árg., bls. 111, segir svo um þann kjörfund:
„7. okt. 1874, var kosið til alþingis í Skagafirði. Var kosið á
Reynistað og hlutu kosningu: Einar Guðmundsson á Hraunum,
með 31 atkvæði og séra Jón Blöndal í Grafarósi með 21
atkv. Friðrik Stefánsson á Ytra-Vallholti fékk 13 atkvæði og
Jón Árnason á Víðimýri fékk 8 atkvæði“.
Einar sat þó ekki nema á tveimur þingum, n.l. 1871 og
1877. Var þá kosið til 6 ára í einu, eða þriggja þinga, því
að Alþing kom þá ekki saman nema annað hvert ár. Sagði
hann af sér þingmennsku árið 1878, áður en hann fór í Noregs-
för sína.
Einar þótti nýtur þingmaður, og má sjá það af Alþingis-
tíðindum frá þeim tíma. Hann var eindregið fylgismaður Jóns
forseta Sigurðssonar og var því fast fylgjandi á þingi 1875, að
honum væri veitt úr Landsjóði árleg heiðurslaun, 3200 krónur;
Var og þetta samþykkt. En að öðru leyti var hann sparnaðarmaður
og var með lækkun launa yfirleitt.
Það ár var hann kosinn í nefnd til að athuga frumvarp um
læknaskipunarmálið og frumvarp um fiskiveiðar útlendinga við Is-
land. Náðu bæði þessi mál samþykki Alþingis.
Árið 1877 var hann í nefnd, sem átti að athuga frumvarp til
laga um skatt og ábúð jarða og frumvarp um jarðamat.
Á þinginu 1875 var hann eindregið fylgjandi því, að Norð-
lendingar fengi gagnfræðaskóla á Norðurlandi, og var hann í
nefnd þeirri, er fjallaði um það mál. Þá var hann og talsvert við-
34