Skagfirðingabók - 01.01.1980, Side 88
SKAGFIRÐINGABÓK
Móðir Guðrúnar á Lóni er ónefnd, en faðir hennar var Eyjólf-
ur bóndi á Fossárteigi á Reykjaströnd og víðar, kallaður í munn-
mælasögum fjölkunnugur, sem bendir til að hann væri betur að
sér en gerðist og gekk um alþýðumenn1. Hann var sonur Grím-
ólfs Jónssonar hreppstjóra á Skarðsá og konu hans Þórunnar,
dóttur Björns annálsritara á Skarðsá. Björn var þannig langalang-
afi Eyjólfs Péturssonar í Rein.
Helzt er að sjá sem Pétur Skúlason hafi ekki búið á Lóni nema
stutt. Hans er þar ógetið í landsetatali Hólastóls 1742, og vorið
1749, eftir því sem næst verður komizt, drukknar hann sviplega
af báti við Drangey, í foraðsveðri.
Guðrún Eyjólfsdóttir bjó áfram á Lóni eftir mann sinn látinn.
Hún giftist öðru sinni og þá Jóni Kárssyni, af ætt Bergþórs lög-
réttumanns Sæmundssonar. Um 1757 færðu þau bú sitt að Heiði
í Gönguskörðum og bjuggu þar lengi síðan. Guðrún lézt 1791.
Hún ól seinna manni sínum ekki færri en tvö börn sem lifðu, en
af börnum þeirra Péturs Skúlasonar náðu tvær dætur og fjórir
synir fyrir víst fullorðinsárum.
Eyjólfur, sem borið hefur nafn móðurföður síns á Fossárteigi,
var næstyngstur Pétursbarna á Lóni, þeirra sem um er vitað, og
fimm vetra þegar faðir hans sökk í sjó undir Drangeyjarbjörgum.
Af uppvexti hans er lítið hægt að segja. Þó styður ýmislegt að
því, að hann hafi á barnsaldri horfið að heiman í uppfóstur vest-
ur í Fagranesprestakall, en síðar dvalið hjá vandalausum í Reyni-
staðarsókn.
I skjölum Arasens-feðga á Flugumýri er að finna bréf, dagsett
í Rein 24. júní 1830 og undirritað af Eyjólfi Péturssyni. Þar
kveðst hann hafa tekið jörðina Rein í Hegranesi til ábýlis árið
1763 „úr auðn, hjá fyrrum Hólastóls oeconomo, þar hún var
sömu stiftelsis eign“. Það er í allra tæpasta lagi að ársetningin
1763 geti verið rétt, þá var Eyjólfur aðeins 19 vetra, og kynni
þetta að vera misminni öldungsins. Sé hins vegar ekki svo, hefur
1 Árið 1709 undirritar Eyjólfur hluta af jarðabók Sauðárhrepps; má ætla
eftir því, að hann hafi staðið framarlega í sveit sinni.
86