Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 125
BARNAFRÆÐSLA í AKRAHREPPI
fræðimaður. Hann var lengi prófdómari við barnapróf og var for-
maður fræðslunefndar Akrahrepps frá því fræðslulögin tóku gildi
og þar til hann lét af prestskap. Kennari í Akrahreppi 1914—15.1
Björn Jónasson, f. 1878 á Hrappstöðum (nú Hlíð) í Hjaltadal,
d. 1940. Hann varð gagnfræðingur frá Möðruvöllum 1902, bú-
fræðingur frá Hólum 1905, og stundaði teikninám í Reykjavík
eitt vor. Björn var lengstum heimilisfastur á Kjarvalsstöðum í
fæðingarsveit sinni. Hann kenndi í Akrahreppi 1909-15.
Brynjólfur Eiríksson, f. 1872 á Skatastöðum í Austurdal, d.
1959. Búfræðingur frá Hólum 1895. Hann var heimiliskennari
í Lýtingsstaðahreppi og Akrahreppi frá 1902—31. Þá fluttist hann
norður í Eyjafjörð og kenndi þar. Var seinast á Akureyri.
Einar Gíslason, f. 1866 á Egg í Hegranesi, d. 1914. Hann var
búfræðingur frá Hólum 1888. Kenndi í Akrahreppi 1891. Hóf
búskap fáum árum síðar og var lengst á Steini á Reykjaströnd.
Eiríkur Eiríksson, f. 1828 í Héraðsdal, d. 1893. Bóndi á Skata-
stöðum 1856—90. Hann þótti ágætur kennari og stundaði það starf
með búskapnum, einkum hin síðari ár.
1 Björn lét sér mjög annt um kristindómsfræðsluna. Ævinlega, frá því
að börnin voru tíu ára og til fermingar, kallaði hann þau til spurn-
inga eftir messu á sunnudögum. Vorið fyrir fermingu boðaði hann
fermingarbörnin til sín að Miklabæ tvisvar í viku eða oftar. Hann
ætlaðist einnig til, að fermingarbörnin kæmu til spurninga veturinn
eftir fermingu, og munu mörg þeirra hafa hlýtt því (sbr. Hannes J.
Magnússon: 1958, 21). Björn kenndi fermingarbörnunum biblíusögur,
kristinfræði, kverið og ýmis önnur fræði. Um vorið prófaði hann þau
og gaf þeim skírteini. Hann kenndi jafnan heima hjá sér á vetrum,
því það var ekki komin skólaskylda og enginn sérstakur skóli í sveit-
inni. „Hófst skólinn venjulega um veturnætur, þegar allar haustannir
voru úti, og stóð fram að sumarmálum. Frátafir urðu alltaf nokkrar
vegna prestverka, sérstaklega húsvitjana, sem tóku alltaf nokkurn tíma.
Stundum voru unglingspiltar teknir til kennslu". (Sigríður Björnsdóttir:
1962, 31).
123