Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 101
BARNAFRÆÐSLA í AKRAHREPPI
Þeir skólar áttu aðallega að vera fyrir fátæk börn. Hugmyndin
var sú að hafa einn skóla í hverjum landsfjórðungi. Ur þessu
varð ekki.
Jón Arnason biskup lét fræðslumál mikið til sín taka (gaf m. a.
út bók um fingrarím). Hann skrifaði konungi bréf um þau mál
og taldi fé til þeirra ekki liggja á lausu. Þegar Harboe kom hing-
að til lands, vildi hann umfram allt koma þessum skólum upp.
Arið 1745 stofnaði Olafur Gíslason, prófastur í Odda, fyrsta
barnaskólann. Var hann í Vestmannaeyjum. Sá skóli lagðist af
vorið 1750.
Arið 1759 lagði Jón Þorkelsson grundvöll að barnaskólahaldi
með gjöf, sem við hann er kennd (Thorkilliisjóður). Sá sjóður
stóð straum af barnaskólanum á Hausastöðum á Álftanesi, sem
starfræktur var árin 1791—1812.
Einkakennsla fór vaxandi. Arið 1830 kom út „Lestrarkver
handa heldri manna börnum“ og 1853 „Stafrófskver handa minni
manna börnum“. Upp úr miðri öldinni komst nokkur skriður á
barnafræðslu. Fram til ársins 1874 voru barnaskólar stofnaðir á
eftirtöldum stöðum: A Stokkseyri 1852, í Reykjavík 1862, á Akur-
eyri 1870, í Gerðum og á Vatnsleysuströnd 1872 (með styrk úr
Thorkilliisjóði) og árið 1874 á ísafirði. Var talið, að þá væru 200
börn í barnaskólum á landinu.
Svo virðist sem barnaskólum vaxi fiskur um hrygg um þetta
leyti, einkum fyrir tilstilli einstakra manna. Lestur og skrift voru
í öndvegi, en einkum var kennd réttritun og einfaldur reikning-
ur. I sumum skólum var kennd landafræði og þá aðallega um
Island. Skólahúsin voru léleg.
Árið 1901 voru 12030 börn frá 7-14 ára í skóla á öllu land-
inu. Almennar námsgreinar voru lestur, skrift, reikningur, biblíu-
sögur og kverið. I föstum skólum var auk þess kennd réttritun,
náttúrufræði og saga. Á nokkrum stöðum var kenndur söngur,
danska og handavinna stúlkna. Árið 1903 voru 47 skólahús á
landinu, flest vanbúin tækjum og köld-
99