Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 80
SKAGFIRÐINGABÓK
hægt að grípa, og misjafnlega voru mjaltakonurnar viðbragðs-
fljótar að kippa fötunni undan, þegar ærin ætlaði að létta á sér.
Ungar ær voru sumar óþægar að standa kyrrar í röðunum, en þær
tömdust með tímanum. Sagt var að stórbúkonur hefðu haft það
til að gjöra skyr úr ósoðinni mjólk, látið duga að ylja hana, eink-
um ef heitt var veður og mjólkin búin að vera þrjú dægur í
byttunum, en það var jafnan þrídægrað sem kallað var, til að
fá rjómaskánina sem þykkasta, og þar sem kjarngresi var mest,
var það til, að rjómaskánin þoldi, að lögð væri á hana ný skeifa,
og hún flaut; auðvitað var búið að þrídægra þá mjólk.
Þegar septembermánuður byrjaði, sá verkstjórinn, að afgangur
yrði af peningum þeim, er hann hafði til verksins, svo hann réð
nokkra menn hér í nágrenninu í vegavinnuna síðustu tvær vik-
urnar, sem unnið var. Arni, bróðir minn, sem var nær 10 árum
eldri en ég, var einn þeirra, sem verkstjórinn tók í vinnu, og hafði
hann hest hjá sér á daginn til að ríða á milli, nema ef þurfti að
nota hann undir heyband. Þá flutti ég bróður minn og sótti. Það
vildi svo til, að ég sótti hann síðasta kvöldið, sem unnið var; mig
minnir það væri laugardaginn í 23. viku sumars. Þegar ég kom
að tjöldunum, var mér sagt, að prestshjónin á Miklabæ, séra Björn
Jónsson, síðar prófastur, og madama Guðfinna Jensdóttir, hefðu
gert þangað boð um, að enginn átti að fara frá tjöldunum, fyrr
en hann hefði fengið kvöldverð frá Miklabæ, nokkurs konar
skilnaðarhóf, en daginn eftir ætlaði sunnlenzki flokkurinn að
leggja af stað suður. Var nú komið með súpu í fötum, nýtt dilka-
kjöt og nýjar kartöflur, ásamt heitu slátri, suður og upp í tjöldin,
og mataráhöldum. Áttu vegagerðarmennirnir, bæði utan sveitar
og innan, að borða þetta góðmeti, eins og þeir gátu í sig
látið. Meira að segja hestasveinar, eins og ég, nutu góðs af. Sagt
var að slátrað hefði verið tveim dilkum á Miklabæ til veizlunnar.
Var þessi rausnarskapur þeirra prestshjónanna mjög rómaður, sem
og vert var.
78